31.1.2008 | 01:51
Ískalt á Íslandi loksins
Ég hef saknað vetrarkulda og snjókomu, svona blindbyls eins og var oft þegar ég var yngri. Ég man þegar ég þurfti að vaða snjóinn í mitti í Fossvogi til að komast í skólann, þá vorum við ekki klædd í kuldagalla eins og flest börn eiga í dag. Ég man að það voru byggð snjóhús og risa snjókarlar og kerlingar, og maður var úti allan daginn í snjónum. Svo man ég frá unglingsárunum að það var oft blindbylur í marga daga og enginn strætó kom og ófærð var um alla borgina. Vonandi kemur svona veður aftur, snarvitlaust og alvöru snjókoma. Ein vitlaus i vont veður
Athugasemdir
Ég man vel eftir svona veðri,þegar maður var yngriþað var æðislegt tímabil,á þeim tíma var maður aldrei inni að leika sér,alltaf úti með öðrum börnum,í dag eru börn alltof mikið inni og kunna ekki að leika sér úti,því miður
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.1.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.