Nú er úti norðanvindur!!!

Nú er hvítur Esjutindur, ef ég ætti úti kindur,  myndi ég láta þær allar inn, elsku besti vinur minn.  Mér datt þessi gamla vísa í hug þegar ég var úti að reykja í frostinu áðan.  Ég er klædd í ullar föðurland og buxur yfir það, bol og flíspeysu og ullarsokka, ullarhúfu, vettlinga og þykka kápu, samt var mér kalt.  En sem betur fer hlýnar mér strax og ég kem inn.  Mér finnst gaman að hafa svona alvöru vetur, það minnir mig á gömlu dagana þegar sumar var sumar og vetur, vetur.  Mér finnst bara vanta meiri snjó, þá væri allt fullkomið.  Woundering  Kuldaboli er vinur minn, nema í fyrra þegar hitakerfið mitt bilaði í mesta kuldanum.  Ein sem elskar snjó

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Snjór og snjór og aftur snjór,mér þykir yndislegt að vera inni í svona aðstæðum,með kertaljós og reykelsi,það er yndislegt.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.2.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er fínt að hafa snjó ef hann er ekki á götunum, ekki á gangstígum og ekki að fjúka neitt. Já, svo er best að hafa sólina með. Sem sagt fínt eins og það er í dag.  

Jóna það er fínt að kuldaboli sé vinur þinn hann á þá einhvern vin. Ég er algjör kuldaskræfa og fíla mig best í "heitum" löndum. Það klæðir mig einhvernveginn betur að vera í stuttbuxum og sandölum en dúðuð í einhverjar kuldaflíkur hverja yfir aðra.

Sigrún Óskars, 1.2.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband