6.2.2008 | 02:15
Upp er runninn öskudagur !!
Ákaflega skír og fagur. Það eru veðrabreytingar í loftinu, gigtin í mér er að ná sér á strik. Ég er búin að vera frekar góð í kuldakastinu, en núna er allt að stífna upp, axlir, háls og herðar. Ég þarf að finna upp einhvern búning fyrir yngstu dóttur mína í fyrramálið, hún ætlar að fara að syngja með vinkonum sínum í von um sælgæti. Ég er ekki svona skapandi manneskja sem getur búið til grímubúning úr engu eins og margir geta. Ég er þakklát fyrir það að vera ekki listamannstýpa, það hlýtur að vera erfitt. Ég er bara svona vinnudýr sem vinn mína vinnu og hugsa um mitt heimili eins og afskaplega þreytt kona= allt í drasli kona. En draslið hefur aldrei truflað mig, bara gesti sem koma og nefna það hvað það sé mikil óreiða hjá mér. Ég meina það ág á 6 börn og mér finnst sjaldan vera drasl hjá mér, bara dót á víðavangi sem verður sett á sinn stað þegar einhver nennir Ein sem sér ekki drasl
Athugasemdir
Þetta eru orðnar gamaldags nafngiftir.Sprengidagur=Kjötkveðjudagur.Öskudagur=Gleðidagur.Það setur einginn ösku í poka til að heingja á einhvern,hvað þá að fá einhvern til að bera öskuí bakka.
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 17:55
HEHE koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:49
Ég spyr hvað er drasl? Fólk (og börn) ganga bara um og það má alveg sjást. Ekki er betra að hafa húsið eins og sýningarglugga, ekkert heimilislegt við það.
Svo er bara að klæða sig vel í kuldanum, lopi og aftur lopi, það bjargar minni gigt. Kveðja,
Sigrún Óskars, 6.2.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.