Hvenær fáum við tannlækna þjónustu ódýrari?

  Ég hef ekki efni á því að nota þjónustu tannlækna mikið lengur, í þessum mánuði hef ég borgað rúmar 16 þúsund krónur fyrir 30 mínútur í tannlæknastólnum, á morgun á ég bókaðan tíma fyrir yngstu dóttur mína hjá sama tannlækni.  Ef ég þarf að borga yfir 5000 kr. sjálf af þeim reikningi, mun ég hætta að fara til tannlæknis, þar til einhver ódýr tannlæknir finnst.  Ég þurfti aldrei að borga meira en 5000 kr. hjá mínum gamla tannlækni.  En hann dó í haust, svo ég var tilneydd að leita að öðrum tannlækni.  Þessi sem ég fór til sendi mér bréf um að þær ætluðu að þjónusta alla gömlu viðskiptavini, míns gamla tannlæknis.  En verðlagið er ekki fyrir efnaminna fólk, eins og mig.  Woundering   Ein sem saknar gamla tannlæknisins hennar, hann var tannlæknirinn minn í 33 ár.  Blessuð sé minning hans

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eg vona ad minn tannlaeknir lifi sem lengst. En eg er ad borga tannrettingar og tad er sko dyrt. Kvedja fra Sai Gon.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.2.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Tiger

Já, ótrúlega dýrt að ganga til tannlækna á Íslandi í dag. Ég fór út í það að láta postulín yfir mínar - fyrir nokkrum árum - og sé ekki eftir því. Hef ekki þurft að ganga til tannlækna síðan nema í flugumynd.

Fór þó í fyrra vegna þess að það brotnaði örlítið úr einni tönn, fyllingin sem sett var í kostaði 20.000 kr - hún datt úr eftir mánuð og ég fór aftur en þurfti að borga tíu þúsund í það skiptið - bara fyrir það að setjast í stólinn svo hann gæti lagað það sem hann gerði svo illa mánuðinum fyrr.

Tiger, 7.2.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er ótrúlegt að tannlækningar séu ekki inní tryggingakerfinu. Og ótrúlegra að tannlæknar komist upp með að sprengja verðið svona upp. Við neitendur gerum heldur ekkert í því, nema kvarta heima í eldhúsi. þyrftum að taka okkur til og mótmæla.

Sigrún Óskars, 7.2.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband