Æðislegur snjór!

Ég segi nú bara svona, ég þurfti að útrétta ýmislegt í dag.  Sem betur fer gekk mér vel í ófærðinni, ég festi mig ekki neitt.  Það var nú svolítill þæfingur á mörgum bílastæðum, en minn litli bíll á harðskeljadekkjunum stóð sig eins og jeppi!!  Þegar ég kom heim úr bænum var snjómoksturstæki búið að loka stæðinu mínu með myndarlegum ruðningi, ég fór út með skófluna og mokaði bæði tröppurnar mínar og bílastæðið mitt án þess að blása úr nös. 

 Þegar ég var úti í garði með hundinn minn í dag, lenti hann í smá slysi,  hann var að hlaupa í hringi eins og Colly hundar gera gjarnan, þegar hann flaug á hausinn.  Hann skar framan af einum þófa svona millimeter en þvílík blæðing,  það er hlýtur að hafa verið glerbrot eða eitthvað oddhvasst sem hann skar sig á.  Ég þurfti að skúra stofuna og eldhúsið áður en ég fór í vinnuna í kvöld, vegna blóðbaðsins.  Honum blæddi í hálftíma svo fór þetta að lagast, sem betur fer.  Núna er hann bara eins og venjulega haltrar ekki og er frekar hress. Woundering  Ein sem elskar snjóinn og ófærðina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég hef ekki vit á dekkjum, en hvað eru harðskeljadekk?

Sigrún Óskars, 8.2.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Er það sama og harðkornadekk.

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Harðskeljadekk eru með valhnetu skelbrotum í barðanum, og þau virka órtúlega vel, eru hljóðlát og hafa mjög gott grip.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Jóna.

Ég vona að hundurinn þinn jafni sig fljótt. Bangsi minn sem er Colly-Íslenskur biður að heilsa þínum.

Kveðja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Já ég elska ófærð en ekki jeppa kalla hér í bænum sem skemileggja færðina fyrir fólksbílum vegna kjánaskap pur pur koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband