11.2.2008 | 01:57
Myndir
http://www.ii2.org/user.php?nick=huxa&s=images Myndir sem ég hef tekið, eða börnin af mér.
http://irc-galleria.net/archive.php?nick=huxa&album_id=all Fleiri myndir.
Ég hef verið dugleg að taka myndir síðan ég fékk fyrstu stafrænu myndavélina mína fyrir 3 árum. Ég var svo óheppin fyrir rúmum 2 árum að tölvan mín hrundi og ég tapaði mörg hundruð myndum, núna er ég skynsamari ég skrifa allar nýju myndirnar jafnóðum á diska. Það er alveg hrikalegt að tapa myndum sem spanna heilt ár. Sem betur fer átti ég nokkrar myndanna á vefsíðum sem ég nota. Ég sýni hérna nokkrar af þeim sem ég tapaði þegar tölvan hrundi. Brennt barn forðast eldinn, aldrei skal ég tapa myndum aftur sem ég hef tekið. Ein varkár
Athugasemdir
Það er ótrúlega mikil óheppni hjá þér að missa þessar myndir - og það yfir heilt ár. Ég hef nú ekki misst myndir svona, en gamla tölvan mín var sífellt að frjósa og ég átti það til að missa eitthvað sem ég var búinn að vera að skrifa kannski í klukkutíma eða lengur. Ég skrifa mikið en var ekki nógu duglegur að vista það sem ég var að skrifa svo ég get sjálfum mér um kennt.
Gott hjá þér að vista myndir á diska því þannig tapar þú þeim ekki ef eitthvað gerist aftur. Þú tekur góðar myndir, mér líst mjög vel á þær. Endilega haltu áfram að taka myndir og vertu líka dugleg að muna að vista þær á diska.
Tiger, 11.2.2008 kl. 02:13
Flottar myndir hjá þér og ég sé á myndunum að þú ert töffariallt í góðu,kv linda fv,töffari
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.2.2008 kl. 21:55
Úff, það væri eitt það versta að lenda í, að missa myndirnar sínar - og samt er maður alveg ótrúlega kærulaus með þetta! Myndi samt ráðleggja þér að geyma myndirnar frekar á USB-lykli heldur en á diskum, því diskar geta rispast og margt fl., og þá getur maður hafa misst hluta af myndunum. Ég hef nú ekki verið svo forsjál, en fór að spá í þetta þegar gamla tölvan gaf sig, en sem betur fer get ég þó nálgast myndirnar á henni - hjúkk!!
Flottar myndirnar ykkar!!!
Lilja G. Bolladóttir, 12.2.2008 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.