12.2.2008 | 01:53
Nova!!!
Ég er alveg ákveðin í því að ég mun aldrei versla við Nova, ég mun leita allra leiða til að sleppa við það. Ég skipti nýverið um símafyrirtæki, ég var búin að vera viðskiptavinur Símans allann minn búskap eða í 28 ár. Svo fékk ég tilboð frá Ogvodafone, og mér var lofað lægri símareikningum og öll þjónustan átti að vera ódýrari. Það sem ég er að upplifa núna, þrátt fyrir ókeypis símtöl í alla heimasíma og allskonar afslætti ég borga meira fyrir þjónustuna. Ég veit ekki hvað ég ætla að gera, ég þarf að hugsa málið aðeins áður en ég tek til minna ráða. Mér finnst þetta svínarí. Svo var með net-tenginguna mína hún átti að vera 12 m/ps, ég prófaði margsinnis, hraðapróf Ogvodafone en aldrei fékk ég meiri hraða en 3-4 m/ps. Ég sagði upp 12 mb/ps og pantaði 4mb/ps og er ég í dag með sama hraða og þegar ég borgaði fyrir 12 mb/ps. Svindl og svínarí segi ég.
Ein svikin
Athugasemdir
Hraðapróf Vodafone
Áætlaður hraði þinn er:
29.05 Mbps
sem þýðir að þú getur náð allt að 3.63 MB/sek. frá netþjónum okkar.
Það er sami hraði og ég fékk þegar ég var að borga fyrir 12 mb/sek.
http://speed.c.is/ Þetta er slóðin á hraðaprófið
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2008 kl. 02:03
ég veit, þetta er frumskógur - ég taldi mig hafa fengið ansi góðan díl þegar ég skipti yfir í Vodafone og þeir hafa svo sem ekki truflað mig mikið. Ég skipti einfaldlega vegna þess að ég var orðin þreytt á að vera "númer 26 í röðinni" þegar ég þurfti að hringja í Símann og eiga við þá orð. Sú þjónusta er allavega betri hjá Vodafone.
Lilja G. Bolladóttir, 12.2.2008 kl. 03:30
Nu er ad koma hadegi hja mer tid naeturhrafnar. Hive og siminn hja mer
Hólmdís Hjartardóttir, 12.2.2008 kl. 03:51
Ég hef eingöngu notað Síman og er þokkalega,ágætlega sáttvið þá þjónustu sem ég þar fæ?.En ég hef stundum verið ósátt við Síman og viljað að breyta til,en nenni því ekki
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.2.2008 kl. 10:34
Þeir svíkja og pretta örugglega öll þessi síma fyrirtæki. Ég er með netið hjá Hringiðjunni og er fullkomlega sátt við þá stráka, hjálpa mér í neið og það sem er best að þeir svara strax í síman þegar ég hringi, engin rödd sem segir þú ert númer 5 eða e-h.
Kveðja frá Seyðisf.
Lilja Björk Birgisdóttir, 12.2.2008 kl. 11:16
3,91 er sagður hraðinn hvað segir það
Guðjón H Finnbogason, 12.2.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.