16.2.2008 | 03:04
Pólitík og fylgikvillar hennar
Manneskja með góð málefni, sem eru henni mikilvæg er kosin á þing eða í bæjarstjórn. Um leið og þessi manneskja með góðu málefnin er komin á þing eða í bæjarstjórn, er eins og góðu málefnin séu ekki lengur góð málefni. Þessi núverandi pólitíkus er ekki lengur manneskja með góð málefni á óskalistanum, heldur einhver sem reynir að græða sem mest á nýfenginni stjórnarstöðu. Og virðist hafa gleymt þeim sem kusu hann/hana á þing/ í bæjarstjórn. Þannig lítur pólitík dagsins í dag út fyrir mér.
Það er eins og kosningaloforðin verði bara loforð sem aldrei var ætlunin að standa við. Ég segi bara öreigar Íslands verða að sameinast og stofna nýjan flokk sem lofar litlu og vinnur vinnuna sína fyrir almúgann. Ein svikin
Athugasemdir
innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.2.2008 kl. 21:26
Ég er algjörlega sammála þér. Svona hefur þetta alltaf verið og enginn býst við öðru. Það er einn og einn stjórnmálamaður sem er að rembast en gengur á veggi og gefst upp.
Sigrún Óskars, 16.2.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.