18.2.2008 | 02:04
Sjaldan lýgur almannarómur
Er ekki almenn óánægja með það, hversu lítið persónuafslátturinn var hækkaður, hvernig eiga þessar 2.000 krónur að bæta kjörin hjá þessum lægstlaunuðu, það verður tekið aðeins minna af þessari 18.000 króna hækkun, sem kjaraviðræðurnar skiluðu til verkalýðsins, er þetta eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Mér finnst þetta sami grautur í sömu skál, og verið hefur undanfarin 20 ár. Ég hugsa að verkalýðsleiðtogarnir og alþingismennirnir fái miklu meiri kjarabætur heldur en við, verkalýðurinn. Ein í baráttuhug
Athugasemdir
Er það niðursaðan 2ooo kr?
Halla Rut , 18.2.2008 kl. 02:22
Það las ég á öðru bloggi, fann það ekki í fréttunum, hvorki á mbl.is né visir.is
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2008 kl. 02:35
Hei fann það í athugasemdum hjá Stefáni sem er í vinsælubloggurunum :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2008 kl. 02:41
Það hefði átt að setja tekjuskatt á almenning í 0 %
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.2.2008 kl. 03:05
Tetta er mjog lelegt
Hólmdís Hjartardóttir, 18.2.2008 kl. 07:55
Banana lýðveldi sem við búum í.
Lilja Björk Birgisdóttir, 18.2.2008 kl. 21:04
Nákvæmlega, ég skildi ekki heldur af hverju stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaganna hömpuðu því svona ákaft, að þetta væru straumhvörf í íslenskum kjarasamningum. Þeir hljóta að hafa einhvern annan mælikvarða á þessi mál en við, a.m.k. hvað laun hinna lægst launuðu varðar...... auðvitað gilda allt aðrar reglur um þeirra eigin laun!! Þetta breytist aldrei. En þetta er líklega svo lítilmagninn komi ekki verðbólguskriði af stað og velti ekki þjóðarskútunni og hagkerfinu með gengdarlausri eyðslu
Lilja G. Bolladóttir, 19.2.2008 kl. 00:34
Lilja þú hittir naglann á höfuðið....lítilmagninn veldur öllum kollsteypum í þessu þjóðfélagi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.2.2008 kl. 00:41
Eða ætti ég að segja Liljur þið hittið naglann á höfuðið báðar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.2.2008 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.