Breimandi kettir eru háværir

Það eru tveir breimandi fresskettir í garðinum mínum, þeir eru svolítið háværir.  Ef ég á að fá svefnfrið verð ég líklega að henda út læðunni minni sem er að breima.  Og fá eftir rúmar 9 vikur kettlinga á heimilið.  Þessir tveir ástsjúku kettir hafa verið í garðinum mínum í tvo daga, en fyrst núna í kvöld var byrjað að syngja ástarsöngva fyrir hana Kríu. Kría er að verða tveggja ára og þetta er hennar fyrsta breim.  Hún hefur verið á pillunni í rúmt ár, nú á að sjá hvort hún sé frjó.  Hún er verðandi ættmóðir ef hún verður kettlingafull.  Hún er loðin Íslenskur köttur með alveg frábært skap, og ljúf og góð í alla staði. Woundering  Ein kattarmamma

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

'Uúúú elska svona ketti koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 19.2.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Winkgóðar kveðjur elsku vinkona og gangi þetta nú allt upp hjá þér.ástarkveðjur .Linda Vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það heyrir nú líklega sögunni til, að  ég heyri í breimandi köttum..... en mér finnst það ekki notaleg hljóð. Ert þú ekki bara að fá stundarfrið með því að kasta læðunni þinni út???

Lilja G. Bolladóttir, 19.2.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei ætlunin er að komast að því hvort hún sé frjó, leyfa henni að eignast kettlinga, allavega einu sinni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband