Fjall inni á klósetti hjá mér!

Ég er búin að vera í algjöru letikasti, allavega þegar kemur að þvottinum.  Bara það allra nauðsynlegasta er þvegið.  Yngsta dóttir mín tók sig til og lagaði til í herberginu okkar, og viti menn hún setti allt tauið í hrúgu inni á klósetti, hreint og óhreint allt í eina risa hrúgu sem er á stærð við meðal fjall.  Sumir þurfa að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að þvo stórþvott.  Ég legg ekki í fjallið fyrr en um næstu helgi, þá ætla ég að allavega að minnka fjallið eða kannski ef ég hef orku til þvo það allt.  Svo verð ég að muna að láta ekki hreina tauið á stólinn inni í herbergi, ef barnabörnin koma að leika, þá er voðinn vís og þvotturinn gæti aftur lent á gólfinu.  Woundering Ein í óstuði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þegar sonur minn, elsti, tekur til þá setur hann bara allt í óhrinatauið fyrir okkur að þvo....enda er hann fljótur að taka til..óþolandi...

Var að senda þér mail.

Halla Rut , 20.2.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Þvottur er eitt af heimilisverkunum sem mér þykir ekki leiðinlegur, ekki af því að ég á þvottavél. Ég man nefninlega þegar ég átti ekki þvottavél fyrir 30 árum, staurblönk námsmær að byrja að búa. Svo geymi ég þennan samanbrotna uppá þvottavélinni þar sem unglingurinn getur sótt hann. En nota bene ég er bara með einn ungling.

Sigrún Óskars, 20.2.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

OH þvottur, ekki tala um hann, þetta er eitt leiðinlegasta heimilisverkið fyrir utan að skræla kartöflur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband