Ég fékk heimsókn eftir vinnu!

Viðskiptavinir mínir frá barnum þar sem ég er að vinna komu við, þá vantaði fjórða mann í Bridge.  Ég og hundurinn minn skruppum í smá göngutúr og ég spilaði átta spil, hundurinn skoðaði sig bara um og hafði það gott, fann vatn og hundamat í skál át og drakka af bestu lyst þar.  Ég held að ég og makker minn hafi tapað, aðallega vegna glæfralegra sagna makkers míns.  Hann er frekar reyndur spilari, og ég frekar óreynd.  Allavega ég skemmti mér vel, og er að fara að sofa Woundering  Ein sem fer allt of seint að sofa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vonandi gaman

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Mamma var mikill bridge-spilari og fannst það æðislegt,ég sjálf kann ekkert í bridge og það er aldrei að vita hvort að maður byrji bara ekki  á því,en það mun allt  koma í ljós,það er gott að heyra mín kæra að þú hafið skemmt þér vel.bestu kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 08:21

3 Smámynd: Brynja skordal

Gott að fara í göngu með voffa og spila svo bridge svona á að gera þetta

Brynja skordal, 28.2.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband