Ég var á pöbbarölti í kvöld

Ég byrjaði á Vínbarnum, fékk mér tvo litla bjóra þar, svo fór ég á Enska barinn drakk einn þar og svo endaði ég á Dubliner´s og drakk þar tvo bjóra.  Það er svolítið öðruvísi að fara á pöbbarölt þegar ekki má reykja innandyra á börunum.  En á Dubliner´s var besta aðstaðan til reykinga, maður þurfti ekki að skilja bjórinn eftir inni þar, bjórinn var tekinn með út á svalir á efri hæðinni og út í sund milli húsa á neðri hæðinni.  Woundering  Ein sem gefur Dubliner´s bestu einkunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held ég bíði eftir að það hlýni.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvar er Vínbarinn og Enskibarinn?

Guðjón H Finnbogason, 2.3.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Brynja skordal

Hef einu sinni farið á vínbarinn í afmælisveislu! en já hvar er þessi Enskibar hef jú 2 komið á dubliner aðra bari hef ég ekki farið á borginni í mörg ár en varstu ekkert þunn í dag

Brynja skordal, 3.3.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

The English pub er við Austurvöll við hliðina á kaffi Paris og Vínbarinn á bak við dómkirkjuna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.3.2008 kl. 01:49

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var ekkert þunn í dag, þar sem ég drakk hóflega í gær.  Ég var síðast þunn fyrir nokkrum árum kannski 4 eða þar um bil :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.3.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband