Word skjal!!

Fyrsta bloggið mitt sem er ritað sem Word skjal.  Nú skal reyna að snúa á kerfið og það sem ég rita skal ekki tapast aftur.  Ég hef misst margar skemmtilegar færslur, þar sem ég er svo gleymin að ef það hverfur er það bara farið, ekki nenni ég að byrja upp á nýtt.   Hundurinn minn tók sig til síðustu nótt og nagaði ýmislegt, til dæmis eina eldhúsrúllu, svamp handföng af æfingatæki, stal lakkrís sem gleymdist á sófaborðinu, og stal lakkrís úr skáp sem gleymdist að loka í gærkvöldi.  Minn elsku hundur var veikur í dag, með pípandi niðurgang og gubbpest.  Ég hef ekki gefið honum neitt að borða í dag, vegna veikindanna.  Ég var svo vond við aumingja sjúklinginn, ég setti eldhúspappírinn sem hann tætti út um alla stofuna mína í matardallinn hans, til áminningar.  Ég þori ekki að gefa honum að éta fyrr en á morgun, ég vona að hann verði laus við allt draslið sem hann nagaði í gær.  Woundering Ein sem er að prófa Word, ég hef bara notað það til að geyma skjámyndir og ýmislegt sem ég þarf að muna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er ekki eitthvað að hundinum þegar hann tekur upp á svonlöguðu???

Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2008 kl. 02:05

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei hann er ennþá bara hvolpur og hagar sér eins og slíkur :) Hann mun sofa með munnkörfu í nótt!!! Svo hann fari ekki að naga fleira.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband