Kvíðaröskun

Undanfarin 3 ár hefur sonur minn glímt við erfiðan sjúkdóm, kvíðaraskanir og áráttuhegðun. Skólagangan hefur verið erfið, núna hefur hann ekki mætt í skólann í rúma 3 mánuði.  Það er ákveðið ferli komið í gang til þess að koma honum aftur í skólann, ég vona það besta. 

 Á föstudaginn verður reynt að koma honum aftur í skólann sinn, ef það tekst ekki þá verður reynt að nýju í næstu viku.  Núna er hann að fara í eitthvað mat hjá sálfræðingi, það á að reyna að finna nákvæmlega hvað er að sem er að hrjá strákinn.  Hann hefur lítið farið út úr húsi þessa 3 mánuði, í desember og janúar fór hann kannski tvisvar til þrisvar út úr húsi.  Hann er samt yndislegur strákur,  og góður í allri umgengni heima. 

 Hann er duglegur að leika sér við kettina á heimilinu, og stjana við þá.  Við fórum í innkaupaleiðangur í dag til að reyna að finna laser-pointer.  Svona rautt ljós, sem kisurnar elska að elta út um allt hús, það verður allt vitlaust hérna þegar svoleiðis ljós er til.  Best að fara að hætta núna. Woundering Ein þreytt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Æi Jóna mín.. Vona að það eigi eftir að ganga vel hjá þér með strákinn. Alltaf svo slítandi þegar hlutirnir eru ekki eins og þeir "eiga" að vera. Vona að það verði hægt að hjálpa drengnum þínum og skólamál hans leysist farsællega.

Alltaf svo yndislegt að leika sér við kisurnar, mín er orðin of mikil heldri dama til að leika sér - en hún fer algerlega sínar eigin leiðir og á það þó einstaka sinnum til að leika sér, bara til að gleðja mig.. *bros*.. Guð gæti ykkar!

Tiger, 5.3.2008 kl. 03:07

2 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Já, það er erfitt þegar börnunum okkar gengur ekki vel, og snnarlega tekur sinn toll. Vona að með góðri hjálp gangi þetta vel. Baráttu kveðjur til ykkar

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 5.3.2008 kl. 07:00

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Full skilnings, vona bara að vel gangi.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.3.2008 kl. 07:56

4 Smámynd: Brynja skordal

Æ þetta er erfitt og tekur sinn toll í heimilslífinu þekki þetta aðeins með minn prins en hann hefur nú samt ekki verið svona lengi heima í einu frekar svona slitrótt mæting en hann skipti reyndar um skóla svo allt gengur betur núna gott á meðan er og vonandi áframm...en smá forvitni hvað er þinn gamall?

Brynja skordal, 5.3.2008 kl. 10:57

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hann verður 14 í næsta mánuði.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Erfitt ef börnunum líður illa og ekki gengur að hjálpa þeim . Gangi ykkur báðum vel í þessari baráttu. kveðjur,

Sigrún Óskars, 5.3.2008 kl. 21:07

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Æ það er svo erfitt þegar börnum líður illa. Einlægar hughreystingarkveðjur

Marta B Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 21:45

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

....ég hef sjálf glímt við kvíðaröskun í kjölfar áfalls sem ég varð fyrir og það var mjög erfitt en það birtir upp um síðir.

Marta B Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 21:46

9 Smámynd: Brynja skordal

ok sama ári og minn en hann verður 14 í Desember.... Æ vona að þetta fari að ganga vel hjá þínum og hann fari nú í skólann eins og sagði um minn þá skipti hann um skóla um áramót og eru miklu færri í þessum skóla og einhvern vegin hefur þetta gengið betur þó það komi dagar sem hann fari ekki þá er þetta í áttina betra og hann glaðari og mikill skilningur á öllu þarna en minn er svakalega þrjóskur og svo var alltaf þessi kvíði að koma sér á stað en nú fara þau með skólarútu og eru til 3 á daginn svo ekki hleypur hann heim eða kemst hjá því að skrópa æ þetta sendi þér knús dúlla og vonum það besta hjá þínum prins

Brynja skordal, 5.3.2008 kl. 23:00

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sem betur fer er þetta ekki kallað skróp í skólanum, hann er í veikindafríi þar til hann kemur aftur  Andleg veikindi eru viðurkennd sem sjúkdómur nú til dags, sem betur fer

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2008 kl. 01:05

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég vona að þessi mál fari vel, þetta er erfið staða og hlýtur líka að vera erfitt fyrir hann að snúa aftur eftir svona langan tíma. Bestu óskir um gott gengi hjá ykkur!! Kv. Lilja

Lilja G. Bolladóttir, 6.3.2008 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband