Áhættuhegðun, ungt fólk í umferðinni!!

Glæfra akstur á Laugaveginum í kvöld, ég horfði á ungt fólk leika sér í bíl í kvöld.  Ung manneskja undir stýri, bakkar niður Laugaveginn á töluverðri ferð, ein ung manneskja sitjandi í glugga bílsins hálf úti.  Sem betur fer var fimmti bíll frá þessum ævintýramönnum, lögreglubíll og vona ég að lögreglan hafi náð í rassgatið á þessum áhættuleikurum, sem stefndu sér og öðrum í hættu með háttalagi sínu.  Þetta er frekar algeng sjón við Laugaveginn, einn keyrir og tveir sitja í afturgluggum hálfir úti.  Það þarf ekki mikið að koma uppá, til þess að slys verði af þessari áhættuhegðun.  Smá aftanákeyrsla og hvað verður um þá sem sitja í gluggum hálfir úti, kannski ölvaðir eða í einhverri vímu?  Þetta sé ég reglulega þegar ég er í vinnunni.  Woundering Ein sem hefur áhyggjur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vona sannarlega að þetta lið náist. Því þetta fólk setur ekki aðeins sjálft sig í hættu heldur líka aðra vegfarendur.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.3.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Maður hefur ekki alveg sömu tilfinningu fyrir áhættu og áhættuhegðun sem ungur og nýkominn með bílpróf, eða ungur með enga ábyrgð og maður hefur seinna meir. Ég hef unnið töluvert á Grensásdeildinni og ég held að það væri góður liður í ökukennslu að ungt fólk fengi að ganga einn rúnt þar um deildina og heyra sögurnar á bak við veru hvers og eins sjúklinganna þar!!

Lilja G. Bolladóttir, 6.3.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband