8.3.2008 | 02:52
Er ekki bara komin ný heimskreppa
Það er allt á niðurleið allstaðar, ekki bara hérna á Íslandi. Kreppan hlýtur að versna og versna. Það eru sjaldan góðar fréttir af markaðinum, þessa síðustu mánuði. Verðbólgan á uppleið, sömuleiðis bensínverðið, og matarverðið ekki lækkar það
Þessi kjarasamningur sem gerður var í síðasta mánuði verður vonandi felldur, af félagsmönnum. Við þurfum einfaldlega meira, vegna ástandsins í þjóðfélaginu
Svartsýni á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Engin laun ættu að vera undir 200þús og skattleysismörk 150þús. Ég held að kreppan verði skammvinn......og svo er ég búin að finna lykt af vorinu.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2008 kl. 03:02
Mínir krókusar eru líka farnir að kíkja upp úr moldinni, en veistu hvað ég sá ánamaðk úti í garði í dag, svona 15 cm langan og lifandi ofan á snjónum. Ég man ekki annað eins um hávetur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2008 kl. 03:09
Hafðu góða helgi mín kæra
Brynja skordal, 8.3.2008 kl. 12:55
Fleiri álver og nokkrar olíuhreinsistöðvar.Hafðu góða helgi.
Guðjón H Finnbogason, 8.3.2008 kl. 13:21
Ef við erum sammála um, að lágmarkslaun ættu að vera 200.000, er það þá ekki dálítið fáránlegt, að byrjunarlaun hjúkrunarfræðings, eftir stúdentspróf og fjögurra ára háskólamenntun í dag, auk námslánaskulda og allri þeirri ábyrgð sem hjúkrunarfræðingar gegna í dag - séu nákvæmlega rétt um 200.000!!! Af hverju á manneskja með fjögurra ára háskólamenntun að þiggja lágmarkslaun fyrir sitt fórnfúsa starf???
Það er náttúrlega augljóst, að láglaunastörfin taka mið af "hinum" láglaunastörfunum. Það er það sem verið er að tala um, þegar stjórnvöld óttast "bylgjuna ógurlegu", sem hækkun á lágmarkslaunum mun færa með sér. Það er augljóst að hjúkrunarfræðingar, kennarar, leikskólakennarar og aðrar lágt launaðar háskólamenntaðar stéttir munu ekki sætta sig við það, að óháskólagengið fólk fari upp í sömu laun og þeir...... sem er gott og vel, því þá hlýtur einhverntímann að komast skriður á þetta allt saman. Áfram við!!!
Lilja G. Bolladóttir, 8.3.2008 kl. 19:33
Sammála Hólmdísi og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2008 kl. 23:45
Lilja,Lilja þetta er svo óþolandi
Hólmdís Hjartardóttir, 9.3.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.