Ömmusögur

Þrjú elstu barnabörnin mín og mamma þeirra voru í heimsókn hjá mér í dag, það er alltaf jafn gaman þegar þau koma.  Litla Sylvía sem verður 3 ára í maí, er svo sniðug.  Hún á í smá hugtakaruglingi þessa dagana, hún bað mömmu sína um sápu á eyrað sitt, það átti að vera krem.  Svo ruglar hún saman heitu og köldu og ýmsu öðru sem ég man ekki eftir.  Hún er svo dugleg að tala.  Svo eru stóru bræður hennar Salvar og Ísak, þeir eru svo stilltir hjá ömmu sinni.  Samt er amma svo þreytt þegar litlu englarnir fara heim til sín.  Ég er orðin svo óvön svona fjölmenni hérna heima hjá mér, hér eru alltaf rólegheit.  Ég man þá daga þegar gestir stoppuðu stutt við hjá mér, skildu ekki hvernig ég þoldi lætin og erilinn sem fylgir öllum þessum börnum.  Þá fann ég ekki fyrir þessu, en í dag verð ég alveg ótrúlega þreytt eftir nokkra klukkutíma með börnunum.  En það er alltaf gaman að fá þau í heimsókn, og gefa þeim kökur, ís og allskonar góðgæti. 

 Í næstu viku kemur dóttir mín með yngsta barnabarnið mitt í heimsókn og ætlar hún að vera hjá mér í u.þ.b viku,  ég tala við þau daglega í síma þau búa í Fljótunum í Skagafirði.  Ég sá þau síðast þann 4 janúar, ég sakna þeirra alltaf.  Þau bjuggu hjá mér í rúmt ár eftir að Daníel fæddist, hann verður 2 ára í júni og spjallar við mig í síma og segir mér ýmsar sögur úr sveitinni. Woundering Ein stolt af börnunum sínum og barnabörnunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Æi en ljúft. Börnin eru svoddan gullmolar og þvílík guðsgjöf. Sylvía, Salvar og Ísak eru mjög falleg nöfn, sterk og hljómfögur. Það er alltaf dásamlegt þegar þessir molar eru í heimsókn en ég skil þig vel að verða þreytt eftir á því blessuð börnin þurfa svo mikla athygli og eru svoddan orkusugur á afana og ömmurnar. Gott að fá svona kríli lánuð og skila þeim svo bara aftur þegar mar er orðinn þreyttur.. *bros*.

Tiger, 9.3.2008 kl. 06:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Börn eru skemmtilegasta fólkið

Hólmdís Hjartardóttir, 9.3.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Brynja skordal

já það er sko mikið að gera og ekki mikið um rólegheit að eiga svona mörg börn það þekki ég en yndislegt enga síður að hafa fullt af gullmolum hjá sér og ömmuhlutverkið er bara yndislegt það er nú ekki mikið um rólegeheit ennþá hjá mér 4 enn heima og eitt ömmubarnið býr hjá mér líka og hitt passa ég aðra hverja viku þannig að það er stuð hér alla daga Hafðu ljúfan sunnudag

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 12:17

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kitty 4Börnin okkar eru geimsteinar og gefa okkur mikin tilgang í lífinu og þau hvetja mann áfram á hverjum degiþótt stundum á móti blási,en barnabörn á ég enginn og þekki ekki enn, þá tilfinningu að vera amma en það verður,stór stund þegar það kemur að því og nýjar tilfinningar koma í ljós.En dagurinn hefur verið skemmtilegur hjá þér og gaman að fá dóttur og barnabörnin í heimsóknHafðu það sem allra best og njóttu þess vel það sem eftir er af helginni.kv.Linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.3.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Yndislegt, en ég skil vel að þú hafir verið þreytt eftir svona heimsókn. Systur mínar eru allar barnmargar, og þótt ég elski börnin þeirra, er ég oft afar þakklát fyrir minn eiginn hemilisfrið þegar ég hef eytt deginum með þeim og/eða börnunum þeirra  Það er einmitt málið, það er gaman að vera með þeim, en mjög gott að geta skilað af sér líka!

Lilja G. Bolladóttir, 10.3.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband