Megrun?? Eða hvað???

Hvað er í gangi?  Ég á 10 ára gamla stelpu sem er farin að tala um það að hún sé of feit.  Hún er ekki svöng á matmálstímum og virðist forðast það að borða.  Hún er mjög  lítil eftir aldri og mjög létt.  Ég þarf að tala við skólann hennar á morgun og spyrja hvort hún borði heita matinn sem hún fær í hádeginu. Núna mun hún ekki sleppa við það að borða kvöldmatinn eða fá  sér hressingu þegar hún kemur heim úr skólanum.  Þetta barn má ekki við því að léttast, ef hún er komin í megrun er illt í efni, síðast þegar hún steig á vigtina að mér sjáandi var hún 25 kíló.  Á morgun verður hún vigtuð aftur að mér sjáandi.  Woundering Ein áhyggjufull

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Andaðu rólega. Börn fá ýmsar dillur. Eldaðu uppáhaldsmatinn hennar og fylgstu með. Börn allt niður í 6 ára tala um megrun því miður, heyra þetta í kringum sig.Einnig geta þau orðið tímabundið lystarlaus. Flest fá aukna matarlyst í vaxtarkippum.  Um að gera að vera á verðI.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.3.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Melkorka Mín er  á þrettánda ári og það er eins vandamál með hana,því miður,en hún er  mikill íþróttagarpur og hreyfir sig mikið,en ég lét hjúkrunarfræðinginn í skólanum athuga með hana og hún er tveimur kúrfum fyrir ofan í lengd og hún er einu kúrfu undir í þyngd én við reynum eftir bestu getu að fylgjast með mataræði hjá henni,það er ekki mikið en það er í lagi eins og er.kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.3.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er háalvarlegt mál og er komið af rótum þess að horfa niðulægjandi á fólk í holdum og að það sé annarsfloks hópur. Við sem eldri erum munum eftir tviggí.

Guðjón H Finnbogason, 10.3.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Brynja skordal

Æ já það er alveg rosalega sorglegt þegar stelpur fá svona dæmi í höfuðið þetta virðist koma á öllum aldri veit ekki kannski umræður úti í þjóðfélaginu og skólum allt hefur þetta áhrif á ungar sálir en það er bara best að fylgjast vel með sem þú reyndar ert að gera vonum að þetta sé bara eitthvað tímabil sem gengur yfir knús til ykkar mín kæra

Brynja skordal, 10.3.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Linda

 við búum í undarlegum heimi og þessi megrunar árátta hefur gert meiri skaða en nokkuð annað.  Fólk er feitara en það hefur nokkurn tíman verið áður og viti menn það hafa aldrei veri til meiri megrunar kúrar en akkúrat nú..

Linda, 11.3.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband