Óvænt heimsókn

Ég var nú aldeilis hissa í gær, seinnipartinn þegar bankað var á dyrnar hjá mér og úti stóðu, dóttir mín Jóna Salvör og sonur hennar Daníel Esekíel.  Búin að keyra  frá Fljótunum, hingað  á Nesið og ég vissi ekki að þau væru á leiðinni.  Ég bjóst samt við þeim í vikunni en ekki svona snemma.  Það var yndislegt að sjá þau, eftir tvo mánuði í burtu.  Daníel talar eins og  herforingi í dag, sagði varla orð um jólin og áramótin.  Núna samkjaftar hann ekki, ég er svo hissa á framförunum á ekki lengri tíma.  Ég tala að vísu við þau í síma flesta daga, en sá stutti vill ekki segja mikið í símann bara halló amma og svo babblar hann mikið.  Woundering   Í morgun var ég vakin klukkan 6.30 þá voru yngsta dóttir mín og dóttursonurinn komin á fætur, ég var bara búin að sofa í rúmar 3 klukkustundir og var ég frekar framlág fram eftir degi.  Svo slökknaði á mér seinnipartinn og ég svaf í 2 tíma á sófanum, þrátt fyrir lætin og skarkalann sem fylgir krökkunum.  Eftir 2 daga verður Aðalheiður Björk 18 ára, hún er númer 4 í röðinni hjá mér, það verður smá veisla á föstudaginn til að fagna því.  Svo erum við að fara í fermingarveislu á sunnudaginn, þá verður systurdóttir mín fermd.  Ein upptekin næstu daga !!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mörg börn eru ekkert viljug að tala í síma svona  í byrjun. En mikið er gaman að tala við börn sem eru að ná tökum á málinu. Mínar voru mjög fljótar til að tala og oft var þetta nú skemmtilegt. Núna eru þær mjög fljótar að hækka sig ef eitthvað er.....og er oft alls ekki skemmtilegt

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sem sagt, nóg að gera hjá þér á næstunni

Ég er hins vegar mjög glöð yfir því, að vera ekki boðin í margar fermingaveislur þetta árið, þær veislur þykir mér vera með þeim leiðinlegri sem ég fer í...... sorry.....

Lilja G. Bolladóttir, 12.3.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband