16.3.2008 | 02:18
Ég er barnapía
Ég er að passa yngsta barnabarnið mitt í kvöld, sem betur fer er hann búinn að vera sofandi. Ég hef samt þurft að stinga upp í hann snuði tvisvar. Einu áhyggjurnar sem ég hef eru þær að fólkið á neðri hæðinni hjá mér vekji hann eða hin börnin. Eina ferðina enn er partý, það eru ábyggilega yfir 15 manns þar og hávaðinn er gífurlegur. Ég er mest hissa á því að börnin séu ekki vakandi öll saman. Það er óþolandi þegar maður hefur ekki frið um miðjar nætur á heimilinu sínu. Ég er búin að kvarta einu sinni við þau í nótt, hávaðinn minnkaði í nokkrar mínútur en er að versna núna aftur. Ég verð líklega að kvarta aftur og svo verður hringt á lögregluna. Þetta er óþolandi ástand að búa við, partý hverja einustu helgi. Ég vinn á bar 5 kvöld í viku og vil geta slappað af heima hjá mér þessa tvo daga sem ég á frí.
Ein í hávaða
Athugasemdir
Mikið skil ég þig upp úr kl 02.á bara að hringja á löggimann.
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 17.3.2008 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.