17.3.2008 | 02:45
Vorið, er yndislegasti tími ársins
Vorið er komið og grundirnar gróa. Hér er allt í blóma, nóvemberkaktusarnir mínir tóku upp á því að blómstra núna rétt fyrir páska. Þeir blómstruðu líka í nóvember og fram að jólum. Bæði krókusarnir og páskaliljurnar eru farin að spretta, þrátt fyrir kuldatíð í vetur. Mér fannst ég heyra í Stelkum, þegar ég var úti að fá mér frískt loft áðan. Stelkar hljóta að vera vorboðar, allavega eru þeir farfuglar. Litla kisan mín hún Rúsína er eitthvað slöpp þessa dagana, henni er illt í maganum og reynir að gubba oft á dag. Ég vona bara að hún hafi ekki gleypt eitthvað dót, eins og hún gerði fyrir tveimur árum þá þurfti uppskurð til þess að fjarlægja aðskotahlut úr maganum á henni, núna reynir hún oft á dag að gubba og lítið gengur hjá henni. Ég vona bara að þetta sér hárbolti sem hún losnar fljótlega við.
Ég , börnin mín og barnabörn fórum í fermingarveislu hjá systurdóttur minni í gær sunnudag, veislan og maturinn voru frábær. Ein þreytt
Athugasemdir
Afhverju vil ég tengja þig við L 72 ? hehehe
Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 07:53
Vona að kisunni fari að líða betur. Mér fannst ég heyra í lóu um helgina en getur það verið? Starrar herma eftir ýmsu.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 09:35
Nákvæmlega, ég hringi í BSR 5 kvöld í viku
Svo held ég að fuglinn sem ég heyrði í sé Tjaldur ekki Stelkur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2008 kl. 12:21
Já ég svara sum þessara kvölda hehe... ef þú ert með msn þá smelltu mér inn á það. Mitt er á síðunni minni
Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 12:32
úff ég vona svo sannarlega að kisulingurinn þinn nái sér .... koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.