Ástarpungur!!! Hrópa ég

Ástarpungur, ástarpungur kalla ég iðulega út í nóttina þegar ég kalla á yngstu kisuna á heimilinu.   Ég vil hafa allar kisurnar inni á nóttunni, og hún Tjása svarar bara nafninu Ástarpungur.  Ég vona að ég lendi ekki í því að einhver karl sem telur sig ástarpung svari kallinu mínu. 

 Ég varð að hringja í lögregluna á barnum í kvöld, þegar góðkunningi lögreglunnar neitaði að fara, hann vildi komast inn en ég meinaði honum inngöngu, þá settist hann bara við dyrnar og var sofnaður þegar lögregluna bar að garði.  Hann var fjarlægður og sefur væntanlega úr sér einhversstaðar, heima eða á lögreglustöðinni.  Það var annars lítið að gera á barnum svona á mánudagskvöldi í miðjum mars mánuði. 

 Ég er nú frekar óheppin að vera ekki búin að kaupa evrur, fyrir ferðina mína til Finnlands í sumar, krónan er í frjálsu falli og evran hækkar og hækkar.  Núna er ég búin að ákveða að kaupa ekki evrur meðan verðið er svona “hátt” ætli það eigi eftir að hækka meira áður en það fer að lækka aftur.  Ég vona bara að það verði ekki svona hátt í júlí, verðið á evrunum!!!  Woundering Ein seinheppin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég myndi bíða með evrukaup. Ert aldrei hrædd að vera ein á barnum?? Annars er ég aldrei smeyk að ganga um bæinn að kvöldi til þótt ýmislegt sé í gangi.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

átti að ver ertu

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki skánaði það. Vera....

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 01:40

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef orðið hrædd, en ég er búin að vinna þarna í 10 ár og þetta venst.  Ég þekki orðið svo marga, að ég slepp yfirleitt við vandræði.  Óróaseggirnir vita að þeir fá ekki afgreiðslu á þessum bar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband