18.3.2008 | 02:55
Verður þessa dags minnst sem Svarta mánudagsins?
Krónan hefur fallið um heil 7% í dag. Eða eigum við eftir að sjá verri daga, á næstunni. Allt virðist vera á leiðinni til fjandans á Íslandi í dag. Ég vona að ríkisstjórnin geri eitthvað í málinu á morgun!! Eða strax í dag. Hvernig verða áhrif þessa falls á krónunni, á verðbólguna. Og hvað með nýsamþykkta kjarasamninga, eru þeir ekki ónýtir í dag.
Ein skelkuð

Athugasemdir
Stormy monday. Allir kjarasamningar eru ónýtir. Ríkisstjórnin er í útlöndum að tala um efnahagsundrið.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 03:02
"He he" ef það væri hlæjandi að þessu, það væri alveg eftir þeim að vera í útlöndum að tala um efnahagsundrið í dag!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2008 kl. 03:05
Já ekki félegt ástandið, mar bara að huga að flutningi veit bara ekki hvert ætti að fara, allstaðar eitthvað ástand í heiminum.
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 18.3.2008 kl. 10:48
Ég held að allur ávinningur kjarasamninganna sé farinn...
Ragnheiður , 18.3.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.