19.3.2008 | 01:51
Geðsjúklingur hótar mér, saga af barnum
Ég lenti í því fyrir tveimur árum að geðsjúklingur stóð yfir mér í vinnunni með hníf í hendi. Ég mátti velja hvort hann skæri mig á háls eða hleypti innyflunum út. Meðan hann predikaði hversu mikið konur á Íslandi hefðu kostað þetta þjóðfélag. Hann var algjörlega veruleikafyrrtur. Ég var greinilega samnefnari fyrir konur Íslands og hann ætlaði að drepa mig. Sem betur fer hélt ég ró minni og svaraði honum rólega og spurði hvað við hefðum nú gert honum og þessu þjóðfélagi. Við kvenfólkið vorum bara svo dýrar í reksti. Þegar mér var hætt að lítast á blikuna, kallaði ég í vin minn eða viðskiptavin sem ég treysti á barnum. Hann sá strax hvað var í gangi, hann sá hnífinn og kom gangandi í áttina til mín. Hann greip um hendina á geðsjúklinginum, sem hélt á hnífnum og gekk með hann út. Ég var nú smá heppin að þessi maður var staddur á barnum þetta kvöld, hann er fyrrverandi boxari og frekar hraustur þrátt fyrir það að hann sé fullorðinn. Þegar hann var búinn að koma geðsjúklinginum út læsti ég dyrunum, og hringdi á lögregluna. Lögreglan kom eftir u.þ.b 20 mínútur og fékk smá skýrslu frá mér og vini mínum sem var bjargvættur minn. Við sögðum lögreglunni hvert maðurinn hefði farið, og hvar hann væri. Lögreglan fór á staðinn, og talaði við hnífamanninn og tók af honum hnífinn!!! Svo var hann laus allra mála. Vinur minn hringdi aftur í lögregluna, og spurði hvers vegna hnífamaðurinn hefði ekki verið handtekinn. Lögreglan kom aftur á vettvang og tók manninn fastann, held ég eða kannski var hann bara keyrður upp á lögreglustöð og sleppt þar. Ég fór á lögreglustöðina daginn eftir þetta og lagði fram kæru, fyrir morðhótun. Nokkrum mánuðum seinna fékk ég bréf, þar sagði að maðurinn hefði verið dæmdur í 2 mánuði skilorðsbundið fangelsi fyrir glæpinn. Sami maður kom til mín í síðustu viku þar sem ég var úti að reykja í vinnunni, og baðst afsökunar á ruglinu í sér tveimur árum fyrr. Ég er ennþá hrædd við þennan mann, hann er geðsjúklingur sem drekkur og notar fíkniefni. Sem betur fer hefur hann aldrei komið inn á barinn síðan þetta gerðist, bara kíkt inn um dyrnar endrum og eins. Ein sem var í lífshættu
Athugasemdir
Já betra að halda ró sinni. Veikur maður,ekki öfundsverður.En ekki hægt að treysta. Farðu varlega.
Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2008 kl. 02:06
Já Jóna! Þetta eru mennirnir sem EKKI flokkast hættulegir eftir reglum sem eru ekki til. Það er til einföld skoðun, sem kölluð er"áhættumat" sem notað er á geðdeildum, fangelsum og til að ákveða hvenær á að prófa fólks em hefur framið einhver voðaverk, laust til prufu.
Þessu stöðluðu áhættumöt eru ekki notuð á Íslandi. Hvorki hjá geðdeildum eða fanelsum. "Matið" sem er gert fer bara eftir hvð hverðim "finnst" og lögregla er orðin svo þreitt á þessu rugli, að það er ekki við hana að sakast. Spurðu hvern sem er sem vinnur við þessu mál, um að gefa þér "formið" sem áhættumat á persúnu er unnið út frá!
Þú munt ekki fá bein svör, því það er ekki til. Þeir gætu í mesta lagi bent þér á DSM IV sem er eldgamalt en þó nothæft, en ekkert er til sem er sérstaklega lagað að Íslensku aðstæðum.
Við lifum á fornöld í þessum málum eins og fleiri málum..því miður. veit nákvæmlega hvað þú ert að tala um..
Óskar Arnórsson, 19.3.2008 kl. 02:09
Það er allt annað að starfa á bar í dag, ég byrjaði að vinna á barnum fyrir 10 árum og ég hef séð þessa geðveiki og aukningu á fíkniefna neyslu. Það er margt ungt, og miðaldra fólk orðið kolruglað af ýmisskonar fíkniefnum. Fyrir utan það fólk sem er líka geðveikt, og í neyslu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 02:27
Það virðast vera fíkniefni út um allt. Sorglegt sem það er.
Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2008 kl. 02:51
Það eru nefninlega ekki bara unglingarnir sem eru í neyslu, eins og oft vill hljóma í þjóðfélaginu.
Ég er sammála þér, að þetta er brenglað kerfi sem við höfum í sambandi við afbrot af ýmsu tagi, en hvað á lögreglan svo sem að gera, þegar endalaust er skorið við hana eins og aðrar ríkisstofnanir? Þeir hafa ekki einu sinni mannskap til þess að halda úti viðeigandi löggæslu.... og við höfum ekki pláss í fangelsunum til þess að dæma allt það fólk sem ætti að dæma.... út á þetta ganga margir dómar, for sure....
Lilja G. Bolladóttir, 19.3.2008 kl. 03:12
Ég hef fullan skilning á lögreglunni og fjársveltinu þar, sama á við um sjúkrahúsin. Hvað haldið þið að það sé hægt að gera fyrir peninginn sem á að fara í Héðinsfjarðargöngin. Það væri hægt að bjarga lögreglunni og sjúkrahúsunum. En bitlingapólitíkin er bara þannig að peningum er spreðað í óarðbær verkefni hér og þar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 03:38
Já ástandið í þjóðfélaginu er skelfilegt þegar kemur að fólki í neyslu, eingin lausn að stinga þessum aumingjum inn í fangelsi, því þar helda þeir bara áfram á sömu braut neislulega séð. Fangelsin hér eru ekki á nokkurn hátt í stakk búin til að afvatna þessa menn "og konur" þegar til afplánunar kemur og er þeim skilað aftur út í þjóðfélagið hálfu verra en þegar það fór inn. 'Eg stunda vinnu í miðbænum og er þarna á ferðinni um kl 06 á morgnanna, og séð ýmislegt. Sen betur fer erum við þó 2 saman á ferð, en ekki alltaf sem það hjálpar.'Eg þríf veitingastaði, og einn morguninn opnaði ég hurðina til að henda út mottu, voru þá 3 menn allt í einu bara við dyrnar og vildu fá bjór, Sagði ég sem var, að allt væri lokað og dró þá einn upp hníf, sagði að þeir hefðu verið tilbúnir til að borga, en nú vildi hann fá bjórinn frítt. Konan sem inni var, fór og hringdi á lögreglu, en þarna stóð ég í hurðinni og gat ekki lokað. Benti ég manninum á myndavél fyrir ofan innganginn og sagði honum að gera það sem hann þyrfti að gera, hann myndi borga fyrir það seinna. Þá tóku vinirnir á rás og hann var einn eftir, og spurði hvað væri með mig "ungur maður" 'Eg einfaldlega sagði honum að ég væri 5 barna móðir og löngu hætt að taka skít frá unglingum, taldi mig hafa öðlast þann rétt með mörgum árum og mikilli vinnu. Hundskaðist vinurinn þá af stað, en óheppinn var hann því lögreglan er með myndavél á þessum stað í bænum og horfðu þeir á hann í beinni Veit ekki endalokin á þessu máli, en vinurinn fékk far og væntanlega gistingu líka
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 19.3.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.