20.3.2008 | 01:18
Bræla
Það er bræla á fjármálamarkaðinum, þá er nú best að liggja einhversstaðar í vari og hafa sig hægan. Nema að mann vanti eitthvað dýrt eins og heimilistæki eða nýjan bíl. Þá er að drífa sig og fjárfesta í umræddum hlut áður en hann hækkar enn meira.
Sem betur fer vantar mig ekkert í augnablikinu, en þessi gamla tölva sem ég nota þegar ég blogga er á síðasta snúningi. Ég ætla samt ekki að hlaupa til og kaupa nýja, fyrst skal þessi hrynja alveg. Þá væri kannski möguleiki að ég færi að skoða tölvukaup. En er á meðan er. Kannski væri bara nóg að kaupa ódýran vírusvarnar búnað. Þessi tölva hefur aldrei kynnst þannig búnaði en er samt orðin yfir þriggja ára gömul. ég hef grun um að krakkarnir mínir hafi nælt sér í orm eða eitthvað drasl þegar þau nota tölvuna. Ég er búin að skrifa allar myndirnar mínar sem eru í tölvunni á diska. Þannig að tjónið verður ekki mikið þegar hún hrynur. Einu sinni þurfti ég bara að slökkva á tölvunni einu sinni í viku, núna þarf ég að gera það einu sinni til tvisvar á sólarhring. Ein sparsöm
Athugasemdir
Best að halda sig til hlés í peningamálum.
Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.