24.3.2008 | 02:02
Útlendingamál, smá hugleiðing
Það eru margar fréttir af afbrotum útlendinga í þjóðfélaginu í dag. Á barnum sem ég er að vinna á koma margir útlendingar sem eru hér í uppgripavinnu. Í dag urðu í fyrsta skipti vandræði milli útlendra hópa. Það gengu ásakanir á víxl og einn sakaði annann um hnífaburð og það að hann myndi nota hnífinn. Í kvöld á minni vakt voru líka erjur milli útlendra hópa, mér virðist að þessir útlendu starfskraftar líti niður á hvern annann. Pólverjar líta niður á Litháa og öfugt og Lettar líta niður á bæði Pólverja og Litháa. Þetta er allavega það sem mér finnst. Það er allt í lagi á barnum þegar annaðhvort bara Pólverjar eða Litháar eru á staðnum, en ef hópar frá báðum löndunum eru á staðnum, má búast við rifrildi. En sem betur fer er það mjög sjaldgæft, þeir koma yfirleitt bara um helgar til þess að skemmta sér. Ég er á þeirri skoðun að enginn útlendingur eigi að fá hérna atvinnu eða dvalarleyfi án þess að skila inn sakavottorði frá heimalandinu. Glæpagengi ættu að fá brottvísun úr landi strax, þannig að heiðvirðir menn geti sótt hingað vinnu í friði. Mér þætti betra að vita það, bæði vegna vinnu minnar og búsetumála. Á neðri hæðinni hjá mér búa u.þ.b 10 útlendingar í þriggja herbergja íbúð. Þarf ég að passa mig sérstaklega vegna nágrannanna, eða veit að þeir séu ekki glæpamenn, kannski með marga dóma á bakinu. Þetta er nú bara svona smá hugleiðing hjá mér. Ein hugsandi
Athugasemdir
Já, gæti skilyrði fyrir atvinnuleyfi ekki verið hreint sakavottorð?
Hólmdís Hjartardóttir, 24.3.2008 kl. 03:22
Vonandi verður það skilyrði í framtíðinni
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2008 kl. 03:24
Stelpur ég er sammála ykkur - hreint sakavottorð. Væri okkur ekki sama þótt við þyrftum að skila sakavottorði til að fá atvinnuleyfi í öðru landi? Mér væri sama!
Sigrún Óskars, 24.3.2008 kl. 11:43
Veistu, ég held að pappírssnifsi segi ósköp lítið. Verstu glæpamennirnir eru þeir sem kunna að vekja traust hjá saklausu fólki og eru hvergi skráðir í skjöl lögreglunnar. Stundum hvarflar það líka að mér hvort það geti verið að Ísland geri glæpamann úr saklausum fátækum 5 barna Pólverja. En þetta er bara ég að hugsa, ég veit að mínar hugsanir fara ekki allaf saman við annarra. Jæja mér fannst gaman að lesa bloggið þitt og skynja að þú hefur margt að segja á greindarlegan og skemmtilegan hátt. Sorry þetta er bara það sem mér finnst en ekki endilega rétt, enda er ég enginn vitsmunabrunnur. Engu að síður væri gaman ef þú vildir skrá þig sem bloggvinur minn, up to you.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.3.2008 kl. 02:36
Ég held að ef sakavottorð er skilyrði, þá fáum við allavega ekki dæmda og ákærða brotamenn hingað Maður hefði smá fullvissu, er það ekki?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2008 kl. 02:56
Takk kærlega fyrir skjót viðbrögð :) En jú auðvitað er það rétt hjá þér, smá fullvissa í formi pappíra geta sagt okkur eitthvað. Þetta er bara minn andfélagslegi andi (flott!) sem á erfitt með að þola boð og bönn. Skrýtið hvernig ég funkera ennþá. Guð hjálpi mér, vona að ég hafi ekki fælt þig frá, ekki vera hrædd við mig, ég er bara svona hundur sem geltir en þorir ekkert að bíta. Ok ég held ég kunni á þetta bloggvinamál og bíð ekki boðanna.....
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.3.2008 kl. 03:22
Halló aftur, ég er búin að gera þig að bloggvini en þú þarft að samþykkja. Þú hefur stillt bloggið þitt þannig að það getur ekki hver sem er gert þig að bloggvini. Svo þú þarft að kíkja inná mailið þitt, þar bíður þín póstur sem segir þér frá beiðninni og segir þér að klikka á "eitthvað" og þar með sértu orðin bloggvinur þess eða hins. Er þetta ekki ótrúlega skýrt hjá mér
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.3.2008 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.