25.3.2008 | 01:32
Örverpið er 11 ára gamalt í dag, til hamingju með afmælið Hulda Marín
Örverpi er notað um síðasta barn hjóna mjög smávaxið afkvæmi. Þannig er einmitt mitt örverpi, smávaxin 11 ára stúlka. Hún er minnst í sínum bekk, og léttust. Hún er yngsta prinsessan mín, við fæðingu var hún aðeins 12 merkur, hún fæddist lítil og lítil eftir aldri hefur hún alltaf verið. Í dag er hún ca. 130 á hæð og vegur 27 kíló sem er frekar lítið fyrir stúlku á hennar aldri. Hún er nú samt ekki svo lítil þegar kemur að því að stjórna fólkinu í kring um sig, þar er hún snillingur. Hún er ljúf og góð svona yfirleitt, en ef hún fær að ráða er hún nánast stjórnlaus. Eða eins og harðstjóri sem stjórnar með harðri hendi. En hún er litla prinsessan mín og er náttúrulega fallegust og yndislegust þegar hún sefur. Ein stolt af örverpinu.
Athugasemdir
Til hamingju með dótturina. Þú veist að móðurástin er sterkust þegar börnin sofa!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 02:08
mamma mín sko ef ég á að segja eins og er þá er hun hulda marín enginn engill í svefni heldur hriðjuverkarmaður hehehe lemur mann og er algjör plága allavegana þegar ég er í heimsókn þá fær maður ekki svefn frið því hún annahvort er komin ofaná mann eða buin að sparka manni útur rúmminu :D þannig eg get ekki verið sammála... en hún er fín stelpa en bara smá pirrandi og uppáþrengjandi en eru ekki allar litlu systur það :) hun er EKTA GELGJA FROM HELL!!!!!! jæja no hard feelings kv jóna afmkvæmi :) við biðjum að heilsa hér úr sveitinni og daníel skilar kossi og knúsi :)
Arnbjörg Lúðvíksdóttir, 25.3.2008 kl. 22:42
Jóna mín það á ekki að blogga undir annarra manna blog-nafni. Stofnaðu bara þitt eigið blogg. Ég vil ekki að einhver haldi að ég sé mamma hennar Öddu sem er fáum árum yngri en ég !!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2008 kl. 01:15
Til hamingju með stelpuna!
Mín yngsta er einmitt svona lítil og nett og var tæpar 12 merkur þegar hún fæddist. Hinar 2 voru nær 16 merkur þannig að þetta voru viðbrigði :) Er alveg sammála um að líkamleg stærð þarf sko ekkert að rýma við stærð karakters! ...og ég veit hvað þú meinar með að þau eru yndisleg þegar þau sofa... algerlega!
Laufey Ólafsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.