Svefnleysi!!!

Ég horfði á 60 mínútur í kvöld, þar var meðal annars rætt um ónógan svefn og fylgikvilla þess að gefa sér ekki tíma til þess að sofa.  Ég er nú svona manneskja sem kannast við fylgikvillana, offitu og síþreytu.  Ég sofna oft alveg óvart þegar ég má ekki sofna og finnst ég vera svöng þegar ég er nýbúin að borða.  Minn venjulegi svefntími er u.þ.b 4 klukkustundir á nóttu, og svo legg ég mig á sófanum í stofunni í eina til tvær  klukkustundir um hádegisbilið.  Þannig hef ég verið svo lengi sem ég man eftir, mér finnst tímaeyðsla að sofa of mikið, ég vil vaka á nóttunni þegar aðrir sofa.   Þá er minn tími, engin börn með eitthvað væl eða vesen.  Svo er það eini tíminn sem ég sit við tölvuna í meira en 5 mínútur, á daginn eru börnin mín með aðgang að þessari tölvu.  Ég nota hana bara í 5 mínútur á daginn til þess að skoða hve miklu ég hef eytt, eða ég nenni ekki að hafa bókhald á debet kortinu mínu, netbankinn er skoðaður á hverjum degi til að fylgjast með eyðslunni.   Kannski ég ætti að fara að hugsa um minn svefntíma og fara fyrr að sofa, en ég tími því bara ekki.  Allavega ekki alveg á næstunni, það væri samt fróðlegt að prófa að sofa alltaf í 7,5 til 8 klukkustundir á hverri nóttu. Woundering  Ein forvitin og þreytt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég þoli ekki að liggja lengur en svona 5 tíma. Bakið mótmælir lengri legu harðlega. Svo svefninn verður stundum dál. köflóttur.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.3.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég var einmitt að blogga um þetta sama efni, og ég held að ég eigi við sama vandamál að glíma og þú. Ég bara elska næturnar, þá er friður, þá er ró, enginn sími að trufla og ekkert vesen. Ég vil helst vaka á næturnar og sofa á daginn, en þar sem ég er í vinnu þarf ég að gera málamiðlanir..... sofna aðeins fyrr og vakna fyrr.... og það sem ég er þreytt þegar ég fer á fætur, oh my god. Ég lofa mér á hverjum morgni að fara fyrr í rúmið næsta kvöld, en er alltaf búin að gleyma þessu loforði eftir kvöldmat. En nú ætla ég að breyta til í nokkrar vikur, er reyndar að verða 50 mín. of sein í rúmið samkvæmt því akkúrat núna..... en það eru bara byrjunarörðugleikar sem vel má búast við, þegar maður ætlar að snúa lífinu við, er það ekki!!

Þú getur samt ekki átt von á því, að ég kommenti oft á þig eftir miðnætti hér eftir, .... ég vona allavega ekki

Ein viðbúin því að standast ekki eigin markmið......

Lilja G. Bolladóttir, 27.3.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

heh  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband