27.3.2008 | 01:29
Skrúðganga og magapest !!
Það var nú flottur göngutúrinn með hundinn minn eftir hádegið, fremstur fór hundurinn svo ég og frumburðurinn, tveir kettir ráku lestina. Við fórum öll niður í fjöru, hundurinn fékk að hlaupa að vild, en kisurnar sátu bara og fylgdust með. Það er nú frekar sjaldgæft að kisurnar nenni að koma með okkur, þetta var í fyrsta skipti sem tvær nenntu að elta okkur alla leiðina.
Þegar ég kom heim úr vinnunni í kvöld, settist ég strax við tölvuna og fór bloggvinarúntinn. Þegar ég var hálfnuð, þurfti ég að hlaupa fram á klósett. Örverpið var þar krjúpandi við klósettið gubbandi, svo kom í kjölfarið niðurgangur. Ég vona að ég þurfi ekki að vaka með henni í alla nótt. Ég vona að ég sleppi við þessa magapest, 18 ára dóttir mín fékk hana fyrir 11 dögum og núna sú yngsta. Ein sem sleppur við magapestina, vegna þess að hún er búin að ákveða það
Athugasemdir
Æi angaskinnið. Mér finnst gubbupest það ógeðslegasa af öllu. Vonandi gengur þetta fljótt yfir og þú sleppur vonandi. Búin með minn skammt í vetur.
Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.