31.3.2008 | 02:38
Flokka og skila!
Sorpa er þarft fyrirtæki, ég hef verið frekar dugleg að flokka sorp undanfarin ár. Öll dagblöð og auglýsingapésar enda í blaðagáminum og málmar í gámi fyrir málma, timbur í timburgámi o.s.v.f. Í dag sunnudag var farið með allskonar drasl úr bílskúrnum barnakerru, barnavagn, tvo tölvuskjái, eitt sjónvarp, einn fataskáp, fullann pappakassa af bylgjupappa og tvo svarta ruslapoka af fötum.
Á morgun eða hinn ætla ég að telja einnota drykkjarumbúðir og fá smá aur fyrir vikið. Svo þarf ég að finna einhvern sem á kerru, sem hann getur lánað mér til þess að koma afklipptum greinum í Sorpu. Ég þarf ábyggilega að fara nokkrar ferðir með greinar, þar sem trén mín fengu frekar góða klippingu þetta árið. Ein umhverfisvæn.
Athugasemdir
Rétt hjá þér Jóna, það mættu alveg fleiri taka það til fyrirmyndar að flokka rusl og annað dót. Ég er reyndar ekki duglegur að flokka en geri samt eitthvað af því. Knús á þig ljúfan og eigðu góða viku framundan.
Tiger, 31.3.2008 kl. 04:05
Sæl Jóna. Ég fékk þá hugdettu áðan að ég vissi hver þú værir. Mig rámar í þig, varstu ekki mikið í Holtunum áður þegar þú áttir minnir mig bara 2 eða 3 börn ? Í Kaldárholti hjá Gilla og Gunnu ? Pabbi og Gilli voru bræður og ég var svolítið í sveit þarna þegar ég var krakki. Er Kolbrún ekki elsta barnið þitt ?
Kv. Linda
Linda litla, 31.3.2008 kl. 07:43
Dugleg stelpa...vorhugur í þér.
Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 08:34
Mikill dugnaður á þínum bæ.....hafðu ljúfan dag
Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 08:55
Við tókum okkur til við fjölskyldan,helgina fyrir páska og fylltum einn sendibíl af allskonar dóti sem fór á sorpu
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.3.2008 kl. 14:38
Jamm stolt af þér stelpa. 'Eg fékk mér einmitt græna tunnu heim á síðasta ári fyrir dagblöð, annan pappír og mjólkurfernurnar. Tunnan kostar 900 kr á mánuði og er þetta bensín og tíma sparnaður og í alla staði þægilegt. Nú fer ég bara á sorpu þegar ég er í kasti og tek til í unglingaherbergjunum Þá er nú ýmsar gull og gersemar sem fá að fjúka....enda kemur það æ sjaldnar fyrir að þeir gefi mér færi til að fá kast he he
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 31.3.2008 kl. 20:02
Jú Linda litla ég þekki þig, frá því að ég var í Kaldárholti. Elsta stelpan mín heitir Hafdís kölluð Haddý, Kolbrún er númer tvö
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:49
já dugnaðarkona segi ég nú bara..Ef að allir væru jafn umhverfisvænir og þú...verð að viður kenna að með blöðð og mjólkurfernur er ég ekki dugleg íúps..En koss og knús kv Allý 'Eg vona að þú finnir kerru ég myndi lána þér ef ég ætti.
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 1.4.2008 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.