Verslunarleiðangur og rán um hábjartan dag

Vá þvílíkur dagur að baki.  Ég og frumburðurinn fórum í smá verslunarleiðangur í dag.  Við byrjuðum í Auganu í Kringlunni, þau voru svo elskuleg  að rétta fyrir mig gleraugun mín sem urðu fyrir slysi, og alveg ókeypis eins og venjulega.  Það er nú ekki alveg venjulegt að fá eitthvað ókeypis á Íslandi í dag. 

  Svo var haldið í Góða hirðinn, þar leitaði ég að diskum úr stellinu mínu en fann enga.  Ég keypti mér einn upptakara og tvo litla kristalsvasa, og upptakara sem er alveg eins og upptakari sem ég átti sem unglingur.  Það er lambsfótur með upptakara á, rosalega flottur. Upptakarinn sem ég átti var nagaður af hundi sem ég átti fyrir 10 árum, núna á ég nýjan upptakara og nýjan hund. 

  Svo var farið í Rúmfatalagerinn, mig vantaði lak á rúmið mitt, nei þar fannst ekkert lak á mitt flotta rúm, en frumburðuðrinn keypti sér tvö lök, tvö sængurverasett og kassa á hjólum sem passar undir rúmið hennar, það kostaði allt rúmar 6 þúsund krónur.  Svo fórum við í verslun sem heitir Gosbrunnar, þar var allt bara lok lok og læs.  Svo fórum við í Lystadún/Marco/Snæland og fann ég lak á rúmið mitt þar, þetta eðal, lúxus bómullarteygjulak kostaði litlar 8.250 krónur.  Mér fannst ég vera rænd um hábjartan dag, að þurfa að borga þetta mikið fyrir eitt stykki lak. W00t 

Svo á heimleiðinni enduðum við á Shell bensínstöðinni við Birkimel og keyptum okkur pylsur með kartöflusalati og átum þær á staðnum.  Woundering Ein fátækari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

oops  mínus einn upptakara.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2008 kl. 02:20

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ertu með hita??? lak á 8250?? Þetta hefur verið lúxuspífulak. Stundum bara kaupir maður þegar loksins finnst eitthvað rétt. En þetta er rán. Mig vantar alltaf skálar keypti 2 í Kringlunni. Samtals 1500, önnur gyllt, hin hvít með gylltu mynstri. Fékk móral.  En auðvitað verðum við að leyfa okkur eitthvað!!!!   Ég á miða á Clapton og Dylan  og í sjokki yfir verðinu. Bróðursonur minn rak á eftir mér...

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 02:23

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þegar maður á Amerískt king size rúm dugar ekkert Rúmfatalagers Evrópu staðla lök. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2008 kl. 02:25

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Gott hjá þér, Jóna!! Þetta er örugglega súper-lak sem þolir allt og þú átt eftir að geta nuddast á því í mörg, mörg ár!!!  Ekki spara, bara vegna þess að Seðlabankinn segir okkur að við séum að velta skútunni..... bara eyða!!

Lilja G. Bolladóttir, 2.4.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband