Spádómar eða hvað?

Myntás

Athafnasemi þín er til staðar og þú bregst skjótt við þegar hjarta þitt leiðir þig hérna áfram. Umfram allt skaltu treysta og endurgjalda tryggð. Hér upplifir þú sannar tilfinningar og birtist tápmikil/l og aðlaðandi sökum orkunnar sem umlykur þig. Allsherjarvilji tilveru þinnar ætlar þér að upplifa sanna upplifun þar sem þolinmæði og biðlund einkenna líðan þína og þú ert fær um að nota þessa ágætu tækni til að öðlast trúnað, mikla hlýju og ástaratlot sem efla sjálfsímynd þína og innra jafnvægi. Um þessar mundir ert þú fær um að treysta þessum takmarkalausa mætti sem býr innra með þér fyrir framvindunni þegar líðan þín er annars vegar.



Hér helgar þú þig kærleika og með aukinni sjálfsvitund gerir þú þér ljóst að ást og náin kynni þarfnast meira sjálfstrausts af þinni hálfu.

© 2008 Ellý Ármanns

  

4 bikarar

Þú ert fær um að brjótast í gegnum takmarkanir þínar ef þú losar um höftin sem hvíla innra með þér um þessar mundir en hér kemur fram að þú tekur hlutum persónulega og finnst oft að þú verðir fórnarlamb heimsins ef þér tekst ekki að verja þig og hjarta þitt öllum stundum.



Hér þarfnast þú breytinga. Þú ættir ekki að leyfa kunnuglegu mynstri og vana að stjórna gjörðum þínum heldur læra að taka meðvitaðar ákvarðanir.



Þú ert vandlát/ur á félaga og ert gefandi en líka mjög skapstór og afbrýðisöm/-samur án þess að ráða við tilfinningar þínar. Hér kemur einnig fram að þú ert jafn ástríðufull/ur og þú ert gagnrýnin/n á eigin getu. Þegar eitthvað fer úrskeiðis áttu það til að leyfa aðfinnslusemi að vaxa með ástinni.



Einblíndu aðeins á það góða sem bíður þín. Jákvæð hugsun er öflugri en þig grunar.

© 2008 Ellý Ármanns

 

Ég var að skoða spamadur.is og dró tvö spil.  Til hamingju með síðuna þína Ellý.  Woundering  Ein sem veit núna framtíðina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við skulum reyna að einbína á hið jákvæða

Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband