Múgæsingur

Það er ekki gaman að vera kennari í dag.  Í vettvangsferð hjá örverpinu í dag varð smá uppákoma sem vatt svo upp á sig.

"Þegar við biðum eftir strætó í Lækjargötu eftir velheppnaða heimsókn á Landnámssýningu í dag kom þar ógæfumaður og hafði sig í frammi við börnin með alls konar bendingum og leiðindum en sagði fátt. Nokkur börn urðu skelkuð og fóru að gráta. Skömmu seinna kom strætó en maðurinn fór ekki í hann. Þegar í skólann var komið urðu fleiri börn hrædd og braust út múgæsingur og þau töluðu um hvað hefði getað gerst o.fl."  þetta fékk ég sent frá kennara barnsins í dag. 

Örverpið kom hágrátandi heim úr skólanum, ég náttúrulega vissi ekkert og reyndi að fá upp úr henni hvað hefði gerst.  Svo fékk ég í smá skömmtum söguna, maður með sprautu í hendinni var brjálaður og svo sagði hún " ég ætla aldrei aftur í bæinn" svo sagði hún að allir hefðu verið svo hræddir og maðurinn var svo brjálaður.  Woundering Ein áhyggjufull


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband