Námfús eða löt veit ekki ennþá

Ég held að ég verði að fara á námskeið í ritvinnslu, ég skrifa bloggin mín sem Word skjal og hef ég alltaf reynt að vanda stafsetningu og hafa bil á milli kafla eftir málefnum.  En þegar ég hef afritað og skeytt skjalinu á bloggið, þá kemur allur textinn í belg og biðu. 

 Engin kaflaskil og frekar ljótt að horfa á.  Ég hef reyndar aldrei lært neitt á tölvur, ég hef bara fikrað mig áfram.  Það eina sem ég hef lært er fingrasetning og vélritun í gagnfræðaskólanum í gamla daga, á gömlu Brother ritvélina mína.  Sú kennsla hefur greinilega skilað sér, þar sem ég vélrita án þess að horfa á lyklaborðið.  Það tók mig nokkra mánuði að ná upp smá hraða, en eftir 7 ár á irkinu get ég vélritað jafn hratt á ensku, finnsku og íslensku.  Woundering Ein sem þarf að fara að læra ritvinnslu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Samt er ekkert mál að lesa hjá þér því þú ert með svo passlega "stutt" blogg í einu svo þetta er ekekrt mál. Verra er þegar fólk er að skrifa heilu ritgerðirnar og notar aldrei entertakkann, það er erfitt að lesa svoleiðis langlokur sem eru í belg og buðu.

Alveg stórkostlegt að geta vélritað án þess að horfa á lyklaborðið, enda örugglega fáir sem myndu nenna að blogga ef þeir þyrfu að leita af öllum stöfunum til að geta slegið inn eitt og eitt orð. Ég vélrita næstum 50 orð á mínútu og finnst það bara nokkuð gott held ég.. Knús í nóttina þína Jóna mín..

Tiger, 4.4.2008 kl. 03:19

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hmm ég veit ekki hversu mörg orð ég vélrita á mínútu, en þau eru ansi mörg.  Ég verð að finna hraðapróf á netinu svo ég geti sagt hversu hratt ég vélrita

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.4.2008 kl. 03:47

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Jóna mín, ef þú getur gert þetta í Word skjali, þá er ekkert einfaldara en að gera þetta beint inn á bloggið.

Og einmitt, þú ýtir bara á enter til að fá nýja málsgrein og bil á milli þess sem þú ert að segja.

Þetta er ekki meira mál en það; eitt enter öðru hvoru.

Annars alveg sammála hinu kommentinu hérna, það skiptir svo sem ekki máli hjá þér, því þú skrifar svo stutt og skemmtilega. Manni endist aldur og ævi til að lesa.... annað en hjá mér, ég þyrfti kannski að fara á námskeið í því að stytta orð mit.....

Lilja G. Bolladóttir, 4.4.2008 kl. 05:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband