Annasamur dagur á morgun

Ég ætla að fara upp í tryggingastofnun í fyrramálið,  þar er ætlunin að reyna að fá afsláttarkort fyrir fjölskylduna mína.  Þann 29 febrúar greiddi ég munnhols skurðlækni 48.000 krónur, vegna endajaxlatöku dóttur minnar, ég fékk bara rúmar 9.000 krónur endurgreiddar úr tryggingarstofnun. Ég vona að þessi munnhols skurðlæknir sé ekki undanþeginn þegar lækniskostnaður er reiknaður!!  W00t Hann er jú læknir, ekki tannlæknir Pinch Nema að hann sé bæði!!

Ég þarf að fá lánaðan bíl hjá dóttur minni.  Vegna þess að minn bíll á að mæta á verkstæði klukkan 9 í fyrramálið.  Það á að skipta um pústkerfi í bílnum mínum, hann hefur verið með svona smá kraftpúst undanfarnar vikur.  Svo fær hann smurningu líka, það er komið á tíma líka. Woundering Ein sem vonast eftir afsláttarkorti og ódýrri viðgerð á bíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stundum finnst manni lífið ganga út á að borga og borga. Dóttir mín á tíma í tannréttingum á morgun. Ég er nývöknuð.....ætla að skríða aftur í rúmið.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.4.2008 kl. 04:28

2 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Ragnheiður

Endurgreiðslan er nánast orðin að engu hjá tannlæknum, það er ekki samræmi í gjaldskrá þeirra og gjaldskrá TR.

Vonum það besta

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Ragnheiður

Búin að setja mynd að fatapresti

Ragnheiður , 5.4.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hjá gamla tannlækninum mínum sem starfaði samkvæmt taxta tryggingarstofnunar ver þetta ekkert vandamál, nýi tannlæknirinn minn er yfir 100% dýrari en sá gamli.  Ég verð að finna mér ódýrari tannlækni fljótlega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband