6.4.2008 | 02:21
Kisusögur
Ég á 4 kisur og tvćr af ţeim eru sorptćknar hverfisins ţar sem ég bý. Allt drasl og allskonar gjafir lenda á tröppunum hjá mér eđa inni í stofu. Rúsína sérhćfir sig í ţví ađ gefa mér vettlinga (sérstaklega garđhanska, ég fékk 10 pör í fyrra), húfur og ýmisskonar fatnađ sem hún finnur í görđunum í nágrenninu.
Kjói er meira í plastpokunum sérstaklega ţessum grćnu undan sćlgćti, svo á sumrin fćrir hann mér mosatorfur og líka grastorfur, ekki veit ég hvar hann finnur ţessar mosa og grastorfur. Ég vona bara ađ garđar nágranna minna séu ekki međ holóttar grasflatir vegna áráttu kattarins ađ fćra okkur torfur.
Eitt sumar fyrir tveimur árum fór hann Kjói ađ fćra okkur silkiblóm svona Vatnaliljur, hann kom međ nýja Vatnalilju daglega í fimm daga. Viđ vorum náttúrulega hissa og hugsuđum hvar hann fyndi ţessar fallegu Vatnaliljur. Skýringin kom tveimur mánuđum seinna og var frekar skemmtileg. Ţađ lá viđ ákćrum vegna stuldar á Vatnaliljum úr tjörn í nćstu götu, fólkiđ hélt ađ nágrannabörnin vćru svona illa innrćtt og vćru ađ stela blómunum.
Hann Kjói okkar lagđi ţađ á sig ađ fara í ískalt bađ á hverjum degi í fimm daga til ţess ađ fćra okkur svona falleg blóm. Sem betur fer fréttum viđ af ţessu og gátum viđ skilađ öllum Vatnaliljunum til eigandanna, og nágrannabörnin sluppu viđ ákćrur Ein kisumamma
Athugasemdir
Einn barnaskurđlćknirinn stundar rjúpnaveiđar ţegar ţađ má. Eitt haustiđ fékk hann bara enga rjúpu ţrátt fyrir ađ verai đinn ađ fara á fjöll. En kötturinn hans fćrđi honum 5 rjúpur í bandi....og aumingja lćknirinn vissi ekkert hvar hann hafđi stoliđ ţeim.
Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 02:26
Kisurnar eru bestar
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 6.4.2008 kl. 02:29
Náum matarverđi niđur međ sameiginlegum ađgerđum, kíkiđ á bloggiđ mitt...
Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 02:42
Systir mín á kött sem sérhćfir sig ţví ađ veiđa ánamađka og fćra henni.
Hann týnir ánamađkana ţegar rignir, bítur í blábroddinn á ţeim, ţegar ţeir gćgjast upp úr moldinni eđa grasinu. Reisir sig svo upp á afturlappirnar og togar mađkana upp úr jörđinni međ vogarafli. Ţađ er kostuleg sjón ađ sjá til hana ţegar hann er á ţessum sérstćđu veiđum sínum.
Ánamađkana leggur hann svo snyrtilega í röđ á eldhúsgófiđ hjá matmóđur sinni og skilur ekkert í ţví ađ hann sé skammađur fyrir´ţađ ađ fćra henni björg í bú.
Svava frá Strandbergi , 6.4.2008 kl. 07:18
Hehehe kettir eru góđir ađ fćra manni svona. Einhverntímann var ég lengi ađ heiman vegna vinnu minnar. Svo gekk ţetta nokkurn tíma og ég kom alltaf heim á milli. Eitt úthaldiđ ţá kom kisi međ mús fyrir húsbóndann....varđ móđgađur ţegar hann var rekinn á dyr međ krćsingarnar.
Ragnheiđur , 6.4.2008 kl. 12:02
Ójá, kisur eru sko ćđislegar! Svo mikiđ af furđulegustu hlutum sem ţeir tína til manns. Mín lćđa var vön ađ koma inn međ laufblöđ og litlar spítur - hreint alveg eins og hundur sko. Skemmtilegar kisusögurnar ţínar Jóna mín.. knús á ţig í sunnudaginn.
Tiger, 6.4.2008 kl. 12:49
Krúttu kisur
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 6.4.2008 kl. 13:57
Ég er náttúrlega svo ný "kisumamma" ađ ég kann kannski ekki ađ meta svona fínerí...... en mikiđ er ég fegin ađ kötturinn okkar er inniköttur. Held ekki ađ ég myndi meika eitt stykki mús eđa fugl á gólfinu mínu ...
Lilja G. Bolladóttir, 6.4.2008 kl. 21:28
http://www.ii2.org/user.php?nick=huxa&s=images&img=7861860 Rúsína gefur mér mús, ţegar hún sleppti músinni var hún sprellifandi og músin tók á rás, sem betur fer náđi Kjói músinni strax og fór út međ hana
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 7.4.2008 kl. 01:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.