Hvenær sjáum við ljósið?

Ég eins og flestir íslendingar er með ýmis verðtryggð lán, húsnæðismálastjórnar og tvö lífeyrissjóðslán áhvílandi á íbúðinni minni.  Afborganirnar hækka og hækka og höfuðstóll lánanna líka.  En launin mín hafa ekki hækkað, í samræmi við hækkanir lánanna.  Hvenær verður verðtryggingin afnumin?  Eða hvenær verða launin verðtryggð eins og lánin?  Þetta er ekki í lagi, þetta misræmi.  Svo var þetta með framfærsluvísitöluna þar er bensín innifalið og ýmislegt annað sem hefur hækkað undanfarnar vikur.  Allt hækkar nema launin.  Woundering  Ein skuldsett, og vísitölutryggð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta verður næsti barningur.....skora á þig.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 02:51

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

ég er hvorki rík eða fátæk, en ég á nóg með mig og mína,við erum núna 8 í heimili og það þíðir enn meiri kostnaður í mat og nauðsynjar,maður heldur alltaf samt í vonina um að það fari nú eitthvað að lagast í þessu litla þjóðfélagi,knús knús á þig elsku vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.4.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband