Letikast og sumarpælingar

Æðislegur letidagur að baki, ég gerði mest lítið.  Lá í leti og slappaði af meirihluta dagsins.  Ekki veitir af því að slappa stundum af, sérstaklega þegar slæm kvefpest er að drepa mann. 

Ég skrapp þó með yngstu dóttur mín í hjólakaupaleiðangur, við fundum 24” reiðhjól handa henni í Húsasmiðjunni á þolanlegu verði.  Hjólið kostaði 18.995 krónur, það var besta verðið sem ég fann.  Á morgun verð ég fara að versla aftur, vegna þess að hjálmurinn hennar var orðinn of lítill.  Núna vantar mig bara eitt reiðhjól þá getur öll fjölskyldan mín farið saman út að hjóla.  Mitt hjól er æðislega flott, svona Trek fjallahjól gult og grátt á litinn, svo eru til tvö frúarhjól hérna sem dæturnar geta notað.  Mig vantar bara hjól fyrir einkasoninn, vonandi fæ ég hjól fyrir hann fljótlega, og frekar ódýrt. Woundering  Ein sem ætlar að vera dugleg að hjóla í sumar   http://irc-galleria.net/view.php?nick=huxa&image_id=12318230

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Gaman að hjóla.

Ég á því miður ekkert aukahjól..... 

Halla Rut , 13.4.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gangi þér vel að hjóla í sumarið.

Guðjón H Finnbogason, 13.4.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband