Gemsinn minn er gamall og góður

Gemsinn minn er gamall og góður, ég hef átt hann í 7 ár og hef ég bara þurft að kaupa tvö batterí í hann.  Ég kaupi batteríin í Finnlandi, þegar ég er á ferðalagi þar.  Ég hef líka keypt batterí fyrir vini og vandamenn þar, í Finnlandi eru batteríin ódýrari en hérna á Íslandi. 

 Undanfarna mánuði hef ég notað gemsann minn sem vekjaraklukku eingöngu, ég er hætt að hafa hann með mér þegar ég fer út.  Mér finnst gott að versla símalaus og fá frið.  Frumburðurinn á ennþá eldri gemsa en ég á, hennar er 9 ára að ég held og er ennþá með allt þetta upprunalega.  Þeir hjá Nokia bjuggu til miklu betri síma í gamla daga.  Gemsar nútildags eru ekki svona endingargóðir, það veit ég fyrir víst.

  http://fi.wikipedia.org/wiki/Kuva:Nokia_3310.jpg  Svona lítur gemsinn minn út, hann hefur oft dottið í gólfið og ég þurft að púsla honum saman.  Samt virkar hann alltaf. Woundering Ein sem er sambandslaus þegar hún er ekki heima.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ætli minn sé ekki álíka gamall. Á þessu heimili er ekki endurnýjað fyrr en hlutirnir eru ónýtir.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.4.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Er á blogvinarúntibestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband