"Kyrrlátur" dagur hjá mér búinn loksins

Það var nú annað með fólkið á neðri hæðinni hjá mér, þar var ekkert kyrrlátt.  Það er búið að vera garðpartý þar í yfir 9 klukkutíma, sem betur fer datt allt í dúnalogn um miðnættið í garðinum.  Þar sem ég fer alltaf út að reykja fylgdist ég smá með veislugestunum, það var mikil umferð í kringum þetta garðpartý, áfengi var haft um hönd og mikill hávaði fylgdi veislugestum.  Allir veislugestirnir fóru samt á sínum bílum heim, ég vona bara að lögreglan hafi verið á verði í kvöld.  Ég hef oft séð þessa nágranna fara keyrandi eftir partý, en ég þori ekki að hringja í lögregluna og segja frá. Ég hef áhyggjur, vegna þess að ég bý í götu þar sem einstefna er og þetta fólk virðist ekki vita hvað það er.  Það keyrir eins og brjálæðingar í báðar áttir, það er alltaf gefið í.  Shocking   Það er þreytandi að búa við svona partýstand um hverja helgi.  Woundering  Ein sem þorir ekki að hringja í lögguna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Æi já. Það er nú þannig að maður vill frekar halda friðinn en að vera að æsa nágranna upp. En ég skil þig vel að vera með áhyggjur af áfenginu og svo umferðinni þar á eftir, ég myndi líka hafa áhyggjur. Mundu bara að ef þú sérð einhvern sem þú veist að hefur drukkið - setjast undir stýri - þá skaltu vera óhrædd við að bjalla í lögregluna, mundu - þú gæti bjargað mannslífi með því símtali. Eigðu nú yndislegan Sunnudag ljúfan góð ...

Tiger, 20.4.2008 kl. 03:16

2 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Jóna mín, dagurinn þinn er ansi langur verð ég að segja. En varðandi fólkið sem keyrir drukkið, hiklaust að hringja í lögregluna og segja frá því. Hver kvartaði verður aldrei gefið upp og enginn fær að vita það nema að þú segir sjálf frá því. Eins ef stöðug ónæði eru af viðkomandi vegna hávaða, þó klukkan sé ekki endilega orðin margt þá höfum við rétt á að kvarta, því samkvæmt lögum á fólk ekki að komast upp með að valda nágrönnum ónæði og óþægindum sama hvað klukkan er. Og þar gildir það sama, lögreglan gefur ekki upp hver kvartaði.  Vonandi sefur þú rótt núna. 

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.4.2008 kl. 04:45

3 Smámynd: Brynja skordal

Vá 9 klukkutíma partí og fólk að drekka allan þennan tíma? pirrandi ef svona stendur langt framm á nótt....En í Guðana bænum EKKI hika við að hringja á Lögguna ef þú sérð einhvern sem sest undir stýri fullur það er skylda okkar að tilkynna það þetta er ekkert að þora enginn veit hver hringir svo ekki vera hrædd um það ég myndi sko ekki hika við að kæra svona athæfi og það hef ég reyndar gert og myndi hiklaust gera aftur og er ég nú samt sú sem vil ekki skipta mér af því sem aðrir gera en ekki svona þannig að láttu vaða næst og taktu upp tólið!!! hafðu ljúfan sunnudag

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 09:07

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óþolandi að búa við eilífðarpartýstand. Ef þú veistaf ökumanni undir áhrifum áttu hiklaust að hringja á lögreglu.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn var ég að skemmta mér með frönskum vinum mínum í höll, sem þeir höfðu leigt inni í miðju Frans. Þar var etið, kjaftað og drukkið, þar til allir keyrðu heim um miðnættið. Og sögðu að það væri allt í lagi að keyra fullur í Frans "ef ekkert kæmi fyrir".

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég efast um það að einhver hafi frætt þessa Litháa um það að hér ekur fólk ekki undir áhrifum áfengis, það gæti verið skýringin.  En umgengnisreglum þessa fólks virðast vera ég geri það sem ég vil þegar ég vil, þar sem ég vil 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband