Fjölgun í fjölskyldunni minni

Ekki varð nú fjölgunin eins mikil og ég átti von á, við fórum með kisuna okkar í sónar fyrir mánuði síðan þá fundust allavega 3 kettlingar í henni, og jafnvel 4.  Í gær klukkan 2.58 gaut læðan okkar hún Kría einum kettlingi, risastórum og loðnum fresskettlingi. Það tók læðuna rúmlega 4 klukkutíma að koma kettlinginum frá sér, svo var hún alveg búin á því.  Kettlingurinn er svartur og hvítur, mjög fallegur.  Ef hinir kettlingarnir fæðast ekki í nótt, þurfum við að fara með læðuna til dýralæknisins á morgun og það þarf að sækja þá.  Woundering   Ein sem biður um kraftaverk í nótt, bara til þess að spara peninga, dýralæknisþjónusta á Íslandi er ekki ódýr W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er hún þá sængurkisa??

Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já Heiða dóttir mín var ljósmóðir hjá henni, sú 18 ára hún lá á gólfinu hjá kisu í rúma 4 klukkutíma

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvernig gekk í morgun?

Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 02:12

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ekkert með soninn, hann á að mæta á fimmtudag klukkan 1 á buglinu.  Það komu tveir starfsmenn að tala við okkur í dag, frá buglinu.  En ég vona að ekki þurfi að taka drenginn með valdi.  Hann lofaði að koma sjálfur á fimmtudag

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2008 kl. 02:17

5 Smámynd: Margith Eysturtún

Er líka fjölgun í mínu fjölskyldu, ég orðin afasystur hjá 4 fallegum kettlingum

Margith Eysturtún, 23.4.2008 kl. 08:57

6 Smámynd: Brynja skordal

Æ voða hefur þetta verið erfitt hjá kisu en flott að það kom einn og vonandi komu fl í nótt....Hafðu ljúfan dag Elskuleg

Brynja skordal, 23.4.2008 kl. 09:43

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:10

8 Smámynd: Brynja skordal

Hvað er að frétta af kisu og hvernig gekk með rest?

Brynja skordal, 23.4.2008 kl. 23:01

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það á að sjá til fram á föstudag, með kisuna.  Hún gæti hafa misst einhver fóstur og verið bara með einn eftir.  Hún fer í eftirlit á föstudagsmorgunn.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 00:47

10 Smámynd: Halla Rut

Ég vona að þetta gangi með kisu.

Halla Rut , 24.4.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband