24.4.2008 | 01:52
Leti og frestunarárátta
Ég er haldin frestunaráráttu og leti þegar ég er heima hjá mér. Ég á þannig heimili að hjá mér er sjaldan fínt, maður lætur sig hafa það að laga til og gera fínt ef von er á gestum. En yfirleitt er allt í drasli hjá mér, ég er sófaklessa heima. Sem betur fer er ég ekki svona í vinnunni minni, þar er ég snögg og hjá mér er allt lagað til jafnóðum. Það væri náttúrulega slæmt ef ekki væri snyrtilegt og borð tæmd og þrifin á barnum, jafnóðum. Svo er það frestunaráráttan mín ég geri aldrei neitt nema það sé algjör nauðsyn, eða á síðasta séns. Þá drattast ég til að gera það sem þarf að gera.
Ein löt

Athugasemdir
Tiger, 24.4.2008 kl. 02:18
Æi ég er nú stundum svona líka. Stundum er maður bara svo þreyttur.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 02:19
Tigercopper dúlluna það kom bara einn kettlingur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:22
Hólmdís, ég spara orkuna heima til þess að hafa orku í vinnunni!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.