Leti og frestunarárátta

Ég er haldin frestunaráráttu og leti þegar ég er heima hjá mér.  Ég á þannig heimili að hjá mér er sjaldan fínt, maður lætur sig hafa það að laga til og gera fínt ef von er á gestum.  En yfirleitt er allt í drasli hjá mér, ég er sófaklessa heima.  Sem betur fer er ég ekki svona í vinnunni minni, þar er ég snögg og hjá mér er allt lagað til jafnóðum.  Það væri náttúrulega slæmt ef ekki væri snyrtilegt og borð tæmd og þrifin á barnum, jafnóðum.  Svo er það frestunaráráttan mín ég geri aldrei neitt nema það sé algjör nauðsyn, eða á síðasta séns.  Þá drattast ég til að gera það sem þarf að gera.  Woundering   Ein löt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Úff, já það er nokkuð gott stundum að vera haldin frestunaráráttu og bara slaka á. Það er nú líka bara allt í lagi þó eitthvað drasl sé hjá manni, það kemur það svo sem engum við. Maður á bara að láta sér líða vel og það skiptir öllu máli. Til hamingju með kisuna litlu sem er nýfædd, vonandi gengur allt vel með það sem eftir er. Verður að taka myndir þegar þær stækka og leyfa okkur að sjá dúllurnar. Gleðilegt sumar ljúfan og eigðu nú yndislegt sumarið..

Tiger, 24.4.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Æi ég er nú stundum svona líka. Stundum er maður bara svo þreyttur.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 02:19

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Tigercopper dúlluna það kom bara einn kettlingur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:22

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hólmdís, ég spara orkuna heima til þess að hafa orku í vinnunni!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband