Hvað er að þessu unga fólki?

Það er orðinn næstum daglegur viðburður að fólk er stöðvað af lögreglunni, annaðhvort blindfullt eða útúrdópað.  Hvert er þetta þjóðfélag að stefna?  Er ekki kominn tími til þess að stemma stigu við þessum bílstjórum sem virða ekki lög og reglu?  Ég er að vinna á bar við Laugaveginn, ég hef unnið þar í 10 ár og keyri ég heim eftir vinnu 5 kvöld í viku.  Á þessum 10 árum hef ég verið stoppuð þrisvar, til þess að sýna ökuskírteinið og einu sinni blés ég í áfengismælinn.  Ég fagna hverju skipti sem lögreglan stoppar mig, þá veit ég að ég er öruggari í umferðinni á eftir.  Ef þeir stoppa alla á ákveðnum leiðum út úr miðbænum og láta blása og skoða ökumenn.  Værum við öruggari í umferðinni.  Ein áhyggjufull
mbl.is Sofnaði í blóðsýnatökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Góðan daginn Jóna, þetta er ekki gott mál, það er eins og sumir átti sig ekki fyrr en þeir missa prófið, og dugir stundum ekki til  En skrepptu yfir til mín ef þú nenni og fáðu smá sumarfíling

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.4.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt sumar elsku Jóna mín og takk fyrir yndislegan veturþú ert dásamleg og yndisleg blog vinkona og mér þykir þú einstök og bara svo frábærtakk takk og þúsund kossar yfir til þín.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Já það er gott að vita að maður getur verið örrugur í umferðinni koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 24.4.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband