25.4.2008 | 02:09
Sumarið er komið
Loksins er sumarið komið, hettumáfurinn, tjaldurinn, lóan og fleiri farfuglar eru komnir á Nesið. Það var ótrúlegt að fylgjast með grasinu grænka í gær. Garðurinn minn er mikið notaður af fjölskyldunni minni og gæludýrum. Hundurinn minn er búinn að spæna upp alla sinuna frá því í fyrra og var á köflum svona moldarflag á grasflötinni minni. Núna minnkar þetta moldarflag vonandi dag frá degi.
Ég verð að vera dugleg að setja góðan áburð á grasið í sumar til þess að styrkja það fyrir sumarið, þegar mikið er gengið á grasinu þarf maður sérstaklega að passa áburðinn, og muna að vökva ef ekki rignir reglulega.
Ég þarf að kynnast laghentum manni, sem getur tekið að sér ýmis viðvik á heimilinu mínu. Sá þarf að vera ódýr og kunna ýmislegt fyrir sér, skipta um hurðarhúna, laga skápahurð, kannski mála smá. Hann má líka eiga kerru og bíl með dráttarkrók, til þess að fjarlægja trjágreinar úr innkeyrslunni minni. Jæja ég læt þessari upptalningu lokið, í dag. Ein græn
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2008 kl. 02:12
Sæl Jóna.
Gleðilegt sumar og takk fyrir vetrarbloggið þitt.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 04:18
Gleðilegt sumar Jóna mín og takk fyrir bloggveturinn. Alltaf gaman að vera grænn og standa í vorverkunum - eða hvað? Úff, ég er feginn að þurfa ekki að taka mikið til hérna ... enda ekki svo stór gaður og ekki mikill óþarfa gróður. Knús á þig ljúfust..
Tiger, 25.4.2008 kl. 04:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.