28.4.2008 | 02:38
Besti fiskrétturinn minn
Fyrir nokkrum árum síðan bjó ég til mjög bragðgóðan ýsurétt. Ég hef gaman af því að breyta til við eldamennskuna. Þessi bragðgóði réttur er þannig gerður. Hráefni ýsa, season all, svartur pipar, hveiti, sveppir, paprika, laukur og rjómi. Ég byrja á því að krydda ýsuna með season all og pipar, svo velti ég ýsunni uppúr hveitinu. Á einni pönnu steiki ég sveppi, lauk og papriku og geymi það svo. Næst steiki ég ýsuna á annarri pönnu, þegar ýsan er næstum fullsteikt bæti ég gumsinu af hinni pönnunni útí og læt nokkrar gusur af soya sósu og einn súputening Honic nautakraft útá og svo matreiðslurjóma þannig að fljóti yfir og sýð þetta í 2-3 mínútur. Þetta bragðast alveg ótrúlega vel. Meðlæti eru soðnar kartöflur.
Ein sem kann að elda góðan mat
Athugasemdir
Namminammmmm... þetta hljómar æðislega! Ég ætla að prufa þetta á morgun, enda búinn að ákveða að steikja fisk á morgun. Ég er handviss um að þetta sé ótrúlega gott. Reyndar elda ég ætíð hrísgjón í karrý til að hafa með fisk og það er líka gott meðlæti. Takk fyrir þessa góðu og girnilegu uppskrift Jóna mín og eigðu yndislega viku.
Tiger, 28.4.2008 kl. 02:55
Verði þér að góðu, og eigðu sjálfur yndislega viku
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2008 kl. 03:00
Hljómar vel......ein sem var að vakna
Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2008 kl. 04:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.