Jæja loksins

Eftir margra mánaða veikindi er sonur minn loksins kominn inn á spítalann.  Þetta gekk ekki alveg áreynslulaust fyrir sig.  Í morgun komu 2 flottir strákar frá spítalanum heim til okkar og hjálpuðu prinsinum mínum fyrstu skrefin.  Það var frekar erfitt að prinsinn minn fór ekki hjálparlaust á spítalann, en í kvöld þegar ég heimsótti hann var hann mjög sáttur, sem betur fer.  Við mæðginin spiluðum billjard í tómstundaherberginu og vann hann fyrsta rammann en ég þann seinni. Hann var bara sáttur við veruna þarna.

Þegar ég kom í heimsókn til hans í kvöld hafði hann búið til fallega Trönu, í listsköpunninni, hann hefur gaman af Oregami, Japönsku listinni að brjóta pappír í allskonar fígúrur.

 Á morgun fer ég í viðtal við ráðgjafa á Buglinu og vona ég að allt gangi vel þar.  Woundering  Ein vongóð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta gengur vonandi vel.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 02:08

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk.  Ég vona að hann fái þá hjálp sem hann þarf. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2008 kl. 02:13

3 Smámynd: Rannveig Sigurðardóttir

Hæ Jóna mín.

Takk fyrir síðast. 

Það gengur á ýmsu hjá þér þessa dagana, en veistu þetta gengur allt yfir.

Bara að taka á málunum.

Vonandi finna þeir lausn fyrir strákinn. 

Rannveig Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband