Annasamur dagur að baki

Mikið er ég stundum fegin þegar ég get loksins slappað svolítið af, fyrir framan tölvuna.  Ég er búin að vera á ferðinni síðan klukkan 7.30 í morgun og núna get ég undið svolítið ofan af sjálfri mér.  Ég fór í viðtalið á Buglinu í dag klukkan 13.00 og tók það rúma klukkustund, átti ég þar gott spjall við tvær "hjúkrunarkonur"að ég held.  Þetta var óformlegt spjall, um allt og ekkert væntingar mínar til meðferðarinnar á stráknum mínum, líðan mína o.s.v.f.  Smá fjölskyldusaga, og samskiptasaga okkar í fjölskyldunni.  Svo var litli prinsinn heimsóttur og við tefldum tvær skákir, hann vann þá fyrri en ég þá seinni. Woundering

 Eftir heimsóknina var farið að versla, ég versla alltaf í Bónus úti á Granda.  Mér finnst vöruúrvalið þar ekki eins gott og það var í versluninni hérna á Nesinu.  Þegar heim var komið um hálf fjögur, setti ég svið í pott og sauð þau.  Á meðan sviðin suðu, lagaði ég smá til í eldhúsinu og veitti ekki af. FootinMouth 

 Ég er búin að vera með þursabit í bakinu í 4 daga, í dag var ég frekar slæm.  Þvílíkir verkir, sem leiða upp í höfuð og út hægri handlegginn.  Það er engin sæla þegar maður fær svona verki.  Þar er best að fara að hvíla sig, á morgun verður langur dagur hjá mér og margt sem ég þarf að gera.  Góða nótt Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvíldu þig vel. Þú þyrftir að komast í gott nudd. Gangi þér og syninum vel.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk, ég vona að hann fái að koma heim annað kvöld í smá frí

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.4.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband