Snilldar hugmynd

Þegar ég var að keyra heim úr vinnunni í kvöld fékk ég snilldar hugmynd, svo fékk ég hláturskast ein í bílnum á heimleið úr vinnunni.  Hugmyndin er svona, það eru hreinsunardagar hérna á Nesinu 2-5 maí og má maður láta garðaúrgang við lóðamörk, trjágreinar þurfa að vera í knippum.  Hjá mér er innkeyrslan mín full af trjágreinum frá því í vetur.  Ég fékk þá hugmynd að bregða bandi um allar trjágreinarnar í einu lagi og drösla því að lóðarmörkum.  Ég hugsa að það þyrfti krana til þess að fjarlægja þetta risastóra knippi W00t   En kannski búum ég og krakkarnir bara til nokkur stór knippi fyrir hreinsunardeildina að fjarlægja, sem ekki þarf krana til þess að fjarlægja. Woundering   Ein hugmyndarík

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.5.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Mér finnst þú eigir að virkja partýliðið í kjallaranum sem þú hefur stundum bloggað um, með þér í hreinsunarátakið

Björg K. Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Til hamingju með daginn, Jóna!!

Haha, ég tek ekki einu sinni eftir þessarri auglýsingu.....

Bestu kveðjur

Lilja G. Bolladóttir, 1.5.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband