Yndislegur dagur að baki

Í gær var frí í skólanum hjá börnunum og ég mátti sofa út, sem ég geri örsjaldan.  En viti menn klukkan 8.20 í morgun byrjaði síminn að hringja, hann hringdi ekki bara nokkrum sinnum, nei hann hætti bara ekki að hringja.  Vinkona dóttur minnar, var í pössun hjá ömmu sinni, sem er nágranni minn.  Sú hringdi og hringdi þar til að ég fór á fætur og svaraði símanum.  Ég hélt fyrst að eitthvað slys eða annað hefði komið fyrir einhvern nákominn, vegna lengdar símhringinganna.  En nei þegar ég svaraði var spurt er Hulda heima, ég frekar fúl, já bíddu aðeins.  Svo var kallað í Huldu og hún vakin, hún sagði já og aftur já.  Svo var skellt á, tveimur mínútum síðar var bankað á dyrnar hjá okkur.  Vinkonan var komin í heimsókn fyrir klukkan 8.30 á frídegi W00t   Ein sem fékk ekki að sofa út

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ómæ... sko - ég hefði gólað á stelpuskottið og sagt að dóttirin væri fyrir austan í tjaldbúðum eða eitthvað og segði svo vinkonunni að hringja aldrei aftur fyrir hádegi. Óþolandi þegar maður fær ekki að sofa út þegar maður ætti að geta það .... eigðu ljúfan föstudag Jóna mín.

Tiger, 2.5.2008 kl. 02:46

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband